Hugsaðu málið, Ögmundur Hjörtur Hjartarson skrifar 2. mars 2011 00:01 Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar" til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráðherrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstiréttur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins.Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fullnustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttardómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð, þá bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólöglegt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Þaðan af síður hefur ákvörðunin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórnlagaráð almennum borgurum, þá er lýðræðislegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum 27. nóvember. Núverandi afstaða innanríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar" til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráðherrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstiréttur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins.Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fullnustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttardómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð, þá bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólöglegt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Þaðan af síður hefur ákvörðunin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórnlagaráð almennum borgurum, þá er lýðræðislegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum 27. nóvember. Núverandi afstaða innanríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar