Fram fram fylking! Sóley Tómasdóttir skrifar 12. mars 2011 06:00 Í dag hefst fundaferð um Reykjavík, þar sem fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórnenda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbúningsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifærum þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlalegar breytingar á frístundaheimilum borgarinnar, sameina 30 leikskóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þessara breytinga hefði krafist ítarlegrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við foreldra, tíma, ráðrúms og gagnrýninnar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagnarferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstudd álit þeirra, þá lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er að samþykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreytingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki aðeins hunsað samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fagstarf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst fundaferð um Reykjavík, þar sem fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórnenda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbúningsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifærum þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlalegar breytingar á frístundaheimilum borgarinnar, sameina 30 leikskóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þessara breytinga hefði krafist ítarlegrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við foreldra, tíma, ráðrúms og gagnrýninnar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagnarferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstudd álit þeirra, þá lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er að samþykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreytingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki aðeins hunsað samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fagstarf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun