Fram fram fylking! Sóley Tómasdóttir skrifar 12. mars 2011 06:00 Í dag hefst fundaferð um Reykjavík, þar sem fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórnenda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbúningsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifærum þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlalegar breytingar á frístundaheimilum borgarinnar, sameina 30 leikskóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þessara breytinga hefði krafist ítarlegrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við foreldra, tíma, ráðrúms og gagnrýninnar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagnarferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstudd álit þeirra, þá lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er að samþykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreytingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki aðeins hunsað samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fagstarf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst fundaferð um Reykjavík, þar sem fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórnenda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbúningsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifærum þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlalegar breytingar á frístundaheimilum borgarinnar, sameina 30 leikskóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þessara breytinga hefði krafist ítarlegrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við foreldra, tíma, ráðrúms og gagnrýninnar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagnarferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstudd álit þeirra, þá lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er að samþykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreytingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki aðeins hunsað samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fagstarf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar