Fram fram fylking! Sóley Tómasdóttir skrifar 12. mars 2011 06:00 Í dag hefst fundaferð um Reykjavík, þar sem fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórnenda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbúningsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifærum þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlalegar breytingar á frístundaheimilum borgarinnar, sameina 30 leikskóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þessara breytinga hefði krafist ítarlegrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við foreldra, tíma, ráðrúms og gagnrýninnar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagnarferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstudd álit þeirra, þá lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er að samþykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreytingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki aðeins hunsað samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fagstarf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í dag hefst fundaferð um Reykjavík, þar sem fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórnenda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbúningsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifærum þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlalegar breytingar á frístundaheimilum borgarinnar, sameina 30 leikskóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þessara breytinga hefði krafist ítarlegrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við foreldra, tíma, ráðrúms og gagnrýninnar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagnarferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstudd álit þeirra, þá lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er að samþykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreytingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki aðeins hunsað samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fagstarf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun