Fótbolti

Juventus-ævintýrið byrjar ekki vel hjá Herði Björgvini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. Mynd/Heimasíða Fram
Hörður Björgvin Magnússon, Framari og núverandi leikmaður Juventus á Ítalíu, reif liðþófa í hné á æfingu liðsins á dögunum og gæti verið frá í allt að tvo mánuði. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Hörður er aðeins 18 ára gamall en hann er miðjumaður sem er á lánsamningi hjá Juventus frá Fram. Hann hefur þó ekki náð enn að spila leik fyrir Juventus þar sem að það gekk illa að fá leikheimild frá FIFA. Það má því vissulega segja að Juventus-ævintýrið fari  ekki vel að stað hjá stráknum.

Hörður fékk leikheimildina loksins í lok febrúar eftir að hafa æft stíft með varaliði félagsins en svo meiddist á hné og þurfti að fara í uppskurð áður en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá svart-hvítu.

Hörður Björgvin er á láni hjá Juventus til 30.júní og ætti að ná einhverjum leikjum í varaliðsdeildinni þar sem Juventus er í harðri baráttu um titilinn við Genoa og Fiorentina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×