Fótbolti

Leonardo handtekinn fyrir ölvunarakstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Brasilíumaðurinn Leonardo, fráfarandi knattspyrnustjóri Inter, var nýverið handtekinn fyrir ölvunarakstur í heimalandi sínu, Brasilíu.

Lögreglan í Rio de Janiero handtók Leonardo sem hefur nú misst ökuskírteinið sitt. Hann var sektaður um 70 þúsund krónur en mál hans verður tekið fyrir í brasilískum dómstólum.

Leonardo tók við Inter af Rafael Benitez í desember síðastliðnum en liðið náði sér ekki á strik undir hans stjórn. Það á enn eftir að ganga frá starfslokum Leonardo hjá Inter en talið er mjög líklegt að hann muni næst taka við starfi hjá Paris St. Germain sem yfirmaður knattspyrnumála.

Hann hefur einnig þjálfað AC Milan en Leonardo á einnig langan feril að baki sem leikmaður, bæði með brasilíska landsliðinu sem og félögum víða um Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×