Fótbolti

AC Milan hefur ekki borgað Barcelona krónu fyrir Zlatan Ibrahimovich

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
AC Milan skuldar  Spánar og Evrópumeistaraliðinu rétt um 4 milljarða kr. og hafa Börsungar óskað eftir því að FIFA taki málið til meðferðar.
AC Milan skuldar Spánar og Evrópumeistaraliðinu rétt um 4 milljarða kr. og hafa Börsungar óskað eftir því að FIFA taki málið til meðferðar. Nordic Photos/Getty Images
Forráðamenn Barcelona eru ekki sáttir við forsvarsmenn AC Milan þar sem að ítalska liðið á enn eftir að greiða eftirstöðvar af kaupverði sænska landsliðsframherjans Zlatans Ibrahimovich. AC Milan skuldar Spánar og Evrópumeistaraliðinu rétt um 4 milljarða kr. og hafa Börsungar óskað eftir því að FIFA taki málið til meðferðar.

Sandro Rosell forseti Barcelona segir að AC Milan geti ekki tekið þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári án þess að gera upp við Barcelona.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur AC Milan ekki greitt eina einustu krónu fyrir leikmanninn en liðið átti að greiða alla upphæðina á þriggja ára tímabili.

Barcelona tapaði gríðarlegum fjármunum þegar liðið keypti sænska landsliðsmanninn frá Inter 2009. Talið er að Barcelona hafi greitt um 10 milljarða kr. fyrir framherjann. Félagið þarf á peningum að halda ef liðið ætlar sér að fjárfesta í leikmönnum á borð við Alexis Sanchez frá Udinese og Cesc Fabregas frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×