Norðmenn minnast fórnarlambanna 24. júlí 2011 09:26 Þjóðarsorg er í Noregi Mynd/AFP Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira