Norðmenn minnast fórnarlambanna 24. júlí 2011 09:26 Þjóðarsorg er í Noregi Mynd/AFP Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira