Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent borgarstjóra Oslóarborgar, Fabian Stang og sendiherra Noregs á Íslandi, dag Vernö Holter, samúðarkveðjur og boð um alla þá aðstoð sem gæti hugsanlega komið að gagni vegna atburðana í Noregi í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vinátta Reykjavíkur og Oslóar eigi sér langa hefð og eru stöðug og náin samskipti milli borganna tveggja.
Minningarathöfn fer fram við Reykjavíkurtjörn klukkan 18 í dag. Minningarbók mun liggja frammi í ráðhúsinu í Reykjavík í dag þar sem borgarbúar geta skrifað samúðarkveðju til Norðmanna.
Jón Gnarr sendir samúðarkveðju
