Fótbolti

Vucinic til Juventus

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Juventus hefur gengið frá kaupum á Mirko Vucinic frá Roma á 15 milljónir evra. Þessi 27 ára gamli framherji frá Svartfjallalandi skrifaði undir 4 ára samning við Juventus.

Juventus ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en Vucinic er fimmtu stóru kaup félagsins í sumar en áður fékk félagði þá Andrea Pirlo, Arturo Vidal, Stephan Lichsteiner og Reto Ziegler til liðs við sig.

Dejan Savicevic fyrrum framherji AC Milan og núverandi forseti knattspyrnusambands Svartfjallalands segir þetta vera góð kaup hjá Juventus. "Juventus gerði vel að næla í Vucinic, hann er frábær kaup," sagði Savicevic við Tuttosport.

"Með hann innan liðsins geta hinir svörtu og hvítu farið að vinna á ný. Hann er frábær leikmaður, einn af fimm eðs sex bestu sóknarmönnum heims. Hann hefði getað farið til Chelsea eða Manchester United, Mirko hefur hæfileika til að leika fyrir stærstu liðin og hann á þetta skilið," sagði Savicevic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×