Fótbolti

Stuttur samningur í höfn - verkfallinu á Ítalíu lokið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Cassano og Claudio Marchisio
Antonio Cassano og Claudio Marchisio Mynd/Nordic Photos/Getty
Ítalska A-deildin getur loksins farið af stað eftir landsleikjahléið eftir að deiluaðilar skrifuðu undir nýjan samning í dag. Leikmannasamtökin og ítalska deildin komu sér saman um að skrifa undir stuttan samning sem rennur út strax í júní.

Það er venjan á Ítalíu að Leikmannasamtökin og ítalska deildin geri samninga til þriggja ára í senn en þetta virðist hafa verið einhver málamiðlun til þess að koma tímabilinu af stað. Það má í raun segja að verkfallinu hafi verið frestað fram á sumar en svo verður bara að koma í ljós hvernig samningaviðræður ganga þá.

Fyrsta umferðin átti að fara fram helgina 27. til 28. ágúst en önnur umferðin átti síðan að hefjast á föstudaginn kemur. Það er því orðið ljóst að AC Milan tekur á móti Lazio á föstudaginn í opnunarleiknum á nýju tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×