Fótbolti

Juventus hélt toppsætinu með sigri á Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vucinic fagnar marki sínu í dag.
Vucinic fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / AFP
Juventus vann í kvöld 2-1 sigur á Inter sem er fyrir vikið en í bullandi vandræðum við fallsvæði deildarinnar. Juve er hins vegar enn taplaust og á toppi deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki.

Gengi Inter hefur verið með ólíkindum en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki til þessa í deildinni. Liðið er einungis með átta stig og er sem stendur aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Öll liðin fyrir neðan eiga þó enn leik til góða um helgina.

Mirko Vucinic og Claudio Marchisio skoruðu mörk Juventus í dag en Maicon hafði í millitíðinni jafnað metin fyrir Inter.

AC Milan er í öðru sæti deildarinnar með sautján stig en Udinese getur komist aftur upp í annað sætið með sigri á Palermo á morgun.


Tengdar fréttir

AC Milan vann fjórða sigurinn í röð

AC Milan er á fljúgandi siglingu í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið vann í dag 3-2 sigur á Roma á útivelli. Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö marka Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×