Fótbolti

Milan ekki að drífa sig vegna Tevez

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að ekkert liggi á að ganga frá samningi við sólstrandargæjann Carlos Tevez. Milan ku hafa náð samkomulagi við Tevez en nokkuð ber á milli félagsins og Man. City.

Milan vill fá leikmanninn lánaðan út tímabilið með möguleika á því að kaupa hann næsta sumar. City er ekki hrifið af því og vill helst losna við Tevez fyrir fullt og allt í janúar.

"Tevez er okkar fyrsti kostur. Við höfum náð samkomulagi við hann og vonum að hann semji ekki við fleiri félög. Hann mun aðeins koma af því við erum í vandræðum út af veikindum Antonio Cassano. Við erum þó rólegir enda lokar glugginn 31. janúar," sagði Galliani.

Ítalskir fjölmiðlar hafa sagt að Milan sé til í að bjóða Pato eða Robinho fyrir Tevez en Galliani segir að það sé ósatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×