Sekt hinna saklausu Óttar M. Norðfjörð skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Á hverjum degi erum við kaffærð í fréttum. Flestar fara inn um annað eyrað og út um hitt, en ein hefur haldist lengi í höfðinu á mér. Fréttin fjallaði um heimilisofbeldi. Samkvæmt henni beitir sjötti hver karlmaður konuna sína ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru rúm 16%. Ég á sex karlkyns vini. Tölfræðin segir mér að einn þeirra beiti konuna sína ofbeldi. Karlmenn koma ekki vel út úr hvers kyns tölfræði. Við deyjum fyrr en konur, fáum undarlega há laun miðað við þær, og svo erum við líka ofbeldisfyllri. Yfir 80% heimilisofbeldis eru af völdum karlmanna. Yfir 80% kærðra nauðgana eru af hendi karlmanna. Einræðisherrar eru í 100% tilvikum karlmenn (ég man ekki eftir einni „einræðisfrú"). Karlmenn, kannski hljómar þetta öfgafullt, en sú staðreynd að við erum karlmenn gerir okkur að sökudólgum. Hvers vegna? Því annað hvort ert þú einn þessara 16% karlmanna sem beita konur ofbeldi. Við þig vil ég einfaldlega segja: Éttu skít. Eða þú ert einn hinna karlmannanna, og við erum sem betur fer í miklum meirihluta eða 84%. Við þig segi ég: Einhver vina þinna er að beita konuna sína ofbeldi. Þótt þú neitir að trúa því, þá sýnir tölfræðin það. Og það er í þínum verkahring að gera eitthvað í málinu. Þótt þú tilheyrir þessum 84% ertu ekki saklaus, því stundum er aðgerðarleysi líka glæpur. Að ójafnrétti og ofbeldi þrífist í samfélagi okkar er ekki bara sumum að kenna, það er öllum að kenna. Líka þér. Karlmenn, þorum að tala gegn misrétti þegar við verðum þess varir. Að þegja og líta undan jafngildir samþykki. Þorum að þagga niður í karlrembunum í kringum okkur og koma þeim þangað sem þær eiga heima - á fornminjasafn. Þorum að spyrja ef okkur grunar vafasama hegðun heima hjá vini okkar, því ef við gerum það ekki erum við að leggja blessun okkar yfir ofbeldi og óréttlæti. Ef aftur á móti allir láta til sín taka í jafnréttisbaráttunni - þar á meðal þú - getur Ísland orðið enn betra samfélag til að búa í. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi erum við kaffærð í fréttum. Flestar fara inn um annað eyrað og út um hitt, en ein hefur haldist lengi í höfðinu á mér. Fréttin fjallaði um heimilisofbeldi. Samkvæmt henni beitir sjötti hver karlmaður konuna sína ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru rúm 16%. Ég á sex karlkyns vini. Tölfræðin segir mér að einn þeirra beiti konuna sína ofbeldi. Karlmenn koma ekki vel út úr hvers kyns tölfræði. Við deyjum fyrr en konur, fáum undarlega há laun miðað við þær, og svo erum við líka ofbeldisfyllri. Yfir 80% heimilisofbeldis eru af völdum karlmanna. Yfir 80% kærðra nauðgana eru af hendi karlmanna. Einræðisherrar eru í 100% tilvikum karlmenn (ég man ekki eftir einni „einræðisfrú"). Karlmenn, kannski hljómar þetta öfgafullt, en sú staðreynd að við erum karlmenn gerir okkur að sökudólgum. Hvers vegna? Því annað hvort ert þú einn þessara 16% karlmanna sem beita konur ofbeldi. Við þig vil ég einfaldlega segja: Éttu skít. Eða þú ert einn hinna karlmannanna, og við erum sem betur fer í miklum meirihluta eða 84%. Við þig segi ég: Einhver vina þinna er að beita konuna sína ofbeldi. Þótt þú neitir að trúa því, þá sýnir tölfræðin það. Og það er í þínum verkahring að gera eitthvað í málinu. Þótt þú tilheyrir þessum 84% ertu ekki saklaus, því stundum er aðgerðarleysi líka glæpur. Að ójafnrétti og ofbeldi þrífist í samfélagi okkar er ekki bara sumum að kenna, það er öllum að kenna. Líka þér. Karlmenn, þorum að tala gegn misrétti þegar við verðum þess varir. Að þegja og líta undan jafngildir samþykki. Þorum að þagga niður í karlrembunum í kringum okkur og koma þeim þangað sem þær eiga heima - á fornminjasafn. Þorum að spyrja ef okkur grunar vafasama hegðun heima hjá vini okkar, því ef við gerum það ekki erum við að leggja blessun okkar yfir ofbeldi og óréttlæti. Ef aftur á móti allir láta til sín taka í jafnréttisbaráttunni - þar á meðal þú - getur Ísland orðið enn betra samfélag til að búa í. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar