Fótbolti

Milan styrkir stöðu sína á toppnum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ibrahimovic er óstöðvandi um þessar mundir.
Ibrahimovic er óstöðvandi um þessar mundir. Getty Images
AC Milan er í góðri stöðu á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Cesena á heimavelli í kvöld. Maximiliano Pellegrino varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 45. mínútu og undir lok leiks bætti Zlatan Ibrahimovic við öðru marki, sínu 13. í deildinni í vetur.

Með sigrinum nær Milan fjögurra stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar. Sigurinn er kærkominn hjá liðinu sem hefur misstigið sig í síðustu leikjum og höfðu misst niður forystu sína í deildinni niður í eitt stig fyrir leik kvöldsins. Milan er nú með 45 stig eftir 21 leik.

Napoli er í öðru sæti deildarinnar með 41 stig og AS Roma er í þriðja með 38 stig. Ítalíumeistarnir Inter Milan eru aðeins með 35 stig eftir tap gegn Udinese í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×