Fótbolti

Inter vann upp tveggja marka mun

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Giampaolo Pazzini skoraði tvö mörk í dag.
Giampaolo Pazzini skoraði tvö mörk í dag. Getty Images
Meistarar Inter sýndu frábæran karakter í dag þegar þeir unnu upp tveggja marka forystu Palermo á heimavelli í ítölsku deildinni.

Palermo komst í 0-2 með mörkum frá Fabrizio Miccoli og Antonio Nocerino í fyrri hálfleik. Leonardo hefur væntanlega messað vel yfir sínum mönnum í leikhléi því þeir skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik og fóru með sigur af hólmi 3-2.

Giampaolo Pazzini, sem var keyptur til Inter í vikunni frá Sampdoria, skoraði tvívegis og Samuel Eto tryggði Inter stigin þrjú úr vítaspyrnu.

Meistarar Inter eru aðeins í 4. sæti deildarinnar með 38 stig og eru níu stigum á eftir nágrönnum sínum í AC Milan sem eru efstir.

Úrslit dagsins í ítalska boltanum:

Brescia 0-3 Chievo

Inter 3-2 Palermo

Cagliari 2-1 Bari

Genoa 3-1 Parma

Lecce 1-1 Cesena

Napoli 4-0 Sampdoria




Fleiri fréttir

Sjá meira


×