Fótbolti

Motta má spila með Ítalíu - Cassano á síðasta séns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Motta fagnar með Eto´o.
Motta fagnar með Eto´o.

Brasilíumaðurinn Thiago Motta hjá Inter hefur fengið grænt ljós frá FIFA á að spila með ítalska landsliðinu. Hann er í landsliðshópi Ítala sem spilar við Þjóðverja í vikunni.

"Mér finnst það vera ótrúlegt að fólk sem er ekki fætt í þessu landi vilji spila fyrir landsliðið okkar. Ég vel aftur á móti þá sem mér finnst eiga skilið að vera í liðinu og er ekki að spá í þjóðerni er ég vel í hópinn," sagði Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítala.

Það er nóg að gera hjá Prandelli sem hefur valið vandræðagemsann Antonio Cassano í hópinn en hann fær eitt tækifæri í viðbót og þarf að haga sér eins og maður.

"Ég hef sagt allt sem þarf að segja. Hann veit að þetta er hans síðasta tækifæri. Hann þarf að sýna rétta hegðun og ekki bara núna heldur alltaf," sagði Prandelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×