Þriðja flokks fólk? Paul Nikolov skrifar 7. febrúar 2011 09:46 Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upplýsinga. Vissulega er löggjöf hér á landi sem verndar réttindi kvenna af erlendum uppruna, og við getum verið stolt af því að jafnrétti kynjanna er lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar konur af erlendum uppruna fá ekki upplýsingar um réttindi sín þegar þær flytja til landsins. Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi um konur af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu ekki að til væru úrræði sem gætu gagnast þeim. Margar þeirra eru hræddar við að vera reknar úr landi ef þær skilja við ofbeldisfullan maka. Það er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að konur af erlendum uppruna eiga það sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, eins og upplýsingar frá Kvennaathvarfinu sýna. Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka nýlega saman bæklinga sem útskýra fyrir konum af erlendum uppruna hver réttindi þeirra eru og útlista þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær. En hvers virði er það ef umræddar konur vita ekki einu sinni af þessum upplýsingum? Hafa ber í huga að allt of margar konur af erlendum uppruna eru einangraðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns. Við megum ekki gera ráð fyrir því að þessar konur sæki sér nauðsynlegar upplýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi sín upp á eigin spýtur. Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg. Núverandi stjórnvöld beita sér kannski meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera meira til að tryggja að þær konur sem hingað koma fái nauðsynlegar upplýsingar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upplýsingar haldast í hendur, og það skiptir sköpum í jafnréttismálum á Íslandi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upplýsinga. Vissulega er löggjöf hér á landi sem verndar réttindi kvenna af erlendum uppruna, og við getum verið stolt af því að jafnrétti kynjanna er lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar konur af erlendum uppruna fá ekki upplýsingar um réttindi sín þegar þær flytja til landsins. Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi um konur af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu ekki að til væru úrræði sem gætu gagnast þeim. Margar þeirra eru hræddar við að vera reknar úr landi ef þær skilja við ofbeldisfullan maka. Það er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að konur af erlendum uppruna eiga það sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, eins og upplýsingar frá Kvennaathvarfinu sýna. Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka nýlega saman bæklinga sem útskýra fyrir konum af erlendum uppruna hver réttindi þeirra eru og útlista þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær. En hvers virði er það ef umræddar konur vita ekki einu sinni af þessum upplýsingum? Hafa ber í huga að allt of margar konur af erlendum uppruna eru einangraðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns. Við megum ekki gera ráð fyrir því að þessar konur sæki sér nauðsynlegar upplýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi sín upp á eigin spýtur. Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg. Núverandi stjórnvöld beita sér kannski meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera meira til að tryggja að þær konur sem hingað koma fái nauðsynlegar upplýsingar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upplýsingar haldast í hendur, og það skiptir sköpum í jafnréttismálum á Íslandi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun