Nei á morgun framlengir líf ríkisstjórnarinnar Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 8. apríl 2011 08:00 Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei. Svo virðist vera sem margir Íslendingar ætli sér á kjörstað á morgun til að fella ríkisstjórnina. Það virðist sveima yfir vötnunum sá grundvallarmisskilningur að með því að kjósa á móti Icesave-samningnum sé verið að veikja ríkisstjórnina – hún muni hrekjast frá völdum. Stjórnin hefur nú um tveggja ára skeið reynt að breiða yfir vanmátt sinn gagnvart því verkefni að koma efnahagslífinu af stað, vinna bug á atvinnuleysinu og ná stjórn á ríkisfjármálum með því að benda á að Icesave-málið sé óleyst. Framan af féllu margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í þá gryfju að trúa þessum áróðri og sættu sig við aðgerðaleysið. Margir hafa þó náð áttum eins og marka má af dvínandi stuðningi við ríkisstjórnina. Ef Icesave-samningurinn verður felldur á morgun mun það þjappa stjórnarflokkunum saman og þeir munu áfram nota Iceasave sem fjarvistarsönnun fyrir því aðgerðaleysi sínu. Ef við viljum losna við ríkisstjórnina látum þá kné fylgja kviði og segjum já í kosningunum á morgun. Þá stendur ríkisstjórnin á berangri – hún hefur þá ekki lengur skjól af óleystu Icesave-máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei. Svo virðist vera sem margir Íslendingar ætli sér á kjörstað á morgun til að fella ríkisstjórnina. Það virðist sveima yfir vötnunum sá grundvallarmisskilningur að með því að kjósa á móti Icesave-samningnum sé verið að veikja ríkisstjórnina – hún muni hrekjast frá völdum. Stjórnin hefur nú um tveggja ára skeið reynt að breiða yfir vanmátt sinn gagnvart því verkefni að koma efnahagslífinu af stað, vinna bug á atvinnuleysinu og ná stjórn á ríkisfjármálum með því að benda á að Icesave-málið sé óleyst. Framan af féllu margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í þá gryfju að trúa þessum áróðri og sættu sig við aðgerðaleysið. Margir hafa þó náð áttum eins og marka má af dvínandi stuðningi við ríkisstjórnina. Ef Icesave-samningurinn verður felldur á morgun mun það þjappa stjórnarflokkunum saman og þeir munu áfram nota Iceasave sem fjarvistarsönnun fyrir því aðgerðaleysi sínu. Ef við viljum losna við ríkisstjórnina látum þá kné fylgja kviði og segjum já í kosningunum á morgun. Þá stendur ríkisstjórnin á berangri – hún hefur þá ekki lengur skjól af óleystu Icesave-máli.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar