Hugleiðingar að loknum Hönnunarmars 2011 7. maí 2011 08:00 Ég naut þess á dögunum að vera viðstaddur opnun sýningar á íslenskri hönnun sem fram fór í gömlu netagerðarhúsnæði vestur á Granda á annarri hæð í lyftu-lausu húsi. Sýnt var á stórum fleti margskonar hlutir, húsgögn og ýmsir nytjahlutir. Ég fór fremur hratt yfir, enda ekki margir hlutir sem sérstaklega vöktu athygli mína fyrir góða og áhugaverða hönnun. Á meðan ég var staddur á sýningunni átti ég símtal við kollega minn og samstarfsmann Pétur B. Lúthersson húsgagna- og innanhússarkitekt sem spurði mig frétta af sýningunni. Ég svaraði honum á þann veg „að þetta minnti mig helst á vorsýningu frá hönnunarskóla okkar í Kaupmannahöfn á árunum 1963-64“. Síðan ég gaf þetta svar hefur það sótt sífellt meira á mig hvort ég hafi svarað alveg út í bláinn, eða verið að gera lítið úr því mikla starfi sem þátttakendur sýningarinnar höfðu lagt á sig. Niðurstaða mín er að ekki hafi svo verið. Ég kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi orðið gríðarleg stöðnun í mörgum greinum hönnunar og þá einkum húsgagna. Það eru þó sem betur fer undantekningar á þessu því hlutur eldri hönnuða hefur staðið sína vakt og nokkrir yngri hönnuðir, einkum konur, hafa staðið sig vel. En hvað hefur þá brugðist. Ekki vantar það að stofnaður hafi verið Listaháskóli og einstaklingum með starfsheitið „listamaður“ fjölgað. Ég tel mig verða mjög varan við að ýmis atriði í námi yngri hönnuða virðast látin reka á reiðanum. Eitt þeirra mikilvægasta er handverkið og þekking á efninu sem ætlað er að vinna úr. Margt hefur breyst í þeim efnum á síðari árum bæði í námskrám og framkvæmd. Eitt af því sem ég saknaði mjög á umræddri sýningu var handverkið. Ég hef tekið eftir því að í greinum sem skrifaðar hafa verið um sýninguna er vitnað m.a. til dansks fyrirtækis sem nánast hafi viljað gera hér ein allsherjarinnkaup á góðum hugmyndum til framleiðslu erlendis. Í þessu samhengi vil ég benda á þá staðreynd að Danir hafa ávallt lagt áherslu á að góðri hönnun fylgi listahandverk. Nú er ekki svo að við Íslendingar ekki eigum góða handverksmenn þó ekki hafi verið hlúð að þeirri grein listiðna. Það er einnig svo að okkur hefur borið gæfa til að varðveita þennan þátt í afbragðsgóðum verkmenntaskólum svo sem Tækniskóla Íslands (áður Iðnskólanum í Reykjavík) og Iðnskóla Hafnarfjarðar. Mér er reyndar ekki kunnugt um hvort eitthvert samstarf sé milli skóla svo sem þessara tveggja og Listaháskóla Íslands. Ef svo er ekki, mætti leysa úr brýnni þörf. Þetta væri t.d. hægt að gera með aðstoð við gerð frumsmíða. Það hafa dæmin sannað að ef þú þekkir takmörk þín og möguleika áttu auðveldara með að vinna hönnun þinni brautargengi. Ég tel t.d. að ein megin ástæða fyrir góðu gengi fata- og textilhönnunar sé sá arfur sem ungt fólk fær nánast með móðurmjólkinni þar sem listhneigð og listahandverk íslenskra kvenna fer saman. Að þessu ættu skólayfirvöld að huga, m.a. að stuðla að auknum tengslum milli skólastofnana þannig, að ef einn skólinn getur boðið upp á starf sem hinn getur ekki þá að virkja sameiginlegan styrk beggja. Við opnun framangreindrar sýningar flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ræðu þar sem hún færði rök fyrir því að störf við hönnun skiptu þjóðarbúið verulegu máli. Þetta eru reyndar ekki ný sannindi en hafa ekki verið dregin fram í dagsljósið fyrr. Síðan Ísland gekk í EFTA hafa nánast öll fyrirtæki sem starfað hafa við smíði húsgagna lagst af. Land sem hefur efni á því að fara þannig með fjöreggið ætti að skoða hug sinn um að styrkja vel við smíði frumgerða og á þann hátt að snúa dæminu við, þannig að besta hönnunin sé framleidd hér heima og aflað markaða fyrir vöruna. Andvaraleysi og skortur á rökstuddri gagnrýni er eitt þeirra atriða sem háir okkur Íslendingum. Við göngum um með lokuð augun og látum bera á borð fyrir okkur nánast hvað sem er. Ég vil því að lokum gera kröfu til þess, að menn gangi um sali hönnunar og skóla með opnum gagnrýnum augum svo gera megi góðar hugmyndir og hluti betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég naut þess á dögunum að vera viðstaddur opnun sýningar á íslenskri hönnun sem fram fór í gömlu netagerðarhúsnæði vestur á Granda á annarri hæð í lyftu-lausu húsi. Sýnt var á stórum fleti margskonar hlutir, húsgögn og ýmsir nytjahlutir. Ég fór fremur hratt yfir, enda ekki margir hlutir sem sérstaklega vöktu athygli mína fyrir góða og áhugaverða hönnun. Á meðan ég var staddur á sýningunni átti ég símtal við kollega minn og samstarfsmann Pétur B. Lúthersson húsgagna- og innanhússarkitekt sem spurði mig frétta af sýningunni. Ég svaraði honum á þann veg „að þetta minnti mig helst á vorsýningu frá hönnunarskóla okkar í Kaupmannahöfn á árunum 1963-64“. Síðan ég gaf þetta svar hefur það sótt sífellt meira á mig hvort ég hafi svarað alveg út í bláinn, eða verið að gera lítið úr því mikla starfi sem þátttakendur sýningarinnar höfðu lagt á sig. Niðurstaða mín er að ekki hafi svo verið. Ég kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi orðið gríðarleg stöðnun í mörgum greinum hönnunar og þá einkum húsgagna. Það eru þó sem betur fer undantekningar á þessu því hlutur eldri hönnuða hefur staðið sína vakt og nokkrir yngri hönnuðir, einkum konur, hafa staðið sig vel. En hvað hefur þá brugðist. Ekki vantar það að stofnaður hafi verið Listaháskóli og einstaklingum með starfsheitið „listamaður“ fjölgað. Ég tel mig verða mjög varan við að ýmis atriði í námi yngri hönnuða virðast látin reka á reiðanum. Eitt þeirra mikilvægasta er handverkið og þekking á efninu sem ætlað er að vinna úr. Margt hefur breyst í þeim efnum á síðari árum bæði í námskrám og framkvæmd. Eitt af því sem ég saknaði mjög á umræddri sýningu var handverkið. Ég hef tekið eftir því að í greinum sem skrifaðar hafa verið um sýninguna er vitnað m.a. til dansks fyrirtækis sem nánast hafi viljað gera hér ein allsherjarinnkaup á góðum hugmyndum til framleiðslu erlendis. Í þessu samhengi vil ég benda á þá staðreynd að Danir hafa ávallt lagt áherslu á að góðri hönnun fylgi listahandverk. Nú er ekki svo að við Íslendingar ekki eigum góða handverksmenn þó ekki hafi verið hlúð að þeirri grein listiðna. Það er einnig svo að okkur hefur borið gæfa til að varðveita þennan þátt í afbragðsgóðum verkmenntaskólum svo sem Tækniskóla Íslands (áður Iðnskólanum í Reykjavík) og Iðnskóla Hafnarfjarðar. Mér er reyndar ekki kunnugt um hvort eitthvert samstarf sé milli skóla svo sem þessara tveggja og Listaháskóla Íslands. Ef svo er ekki, mætti leysa úr brýnni þörf. Þetta væri t.d. hægt að gera með aðstoð við gerð frumsmíða. Það hafa dæmin sannað að ef þú þekkir takmörk þín og möguleika áttu auðveldara með að vinna hönnun þinni brautargengi. Ég tel t.d. að ein megin ástæða fyrir góðu gengi fata- og textilhönnunar sé sá arfur sem ungt fólk fær nánast með móðurmjólkinni þar sem listhneigð og listahandverk íslenskra kvenna fer saman. Að þessu ættu skólayfirvöld að huga, m.a. að stuðla að auknum tengslum milli skólastofnana þannig, að ef einn skólinn getur boðið upp á starf sem hinn getur ekki þá að virkja sameiginlegan styrk beggja. Við opnun framangreindrar sýningar flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ræðu þar sem hún færði rök fyrir því að störf við hönnun skiptu þjóðarbúið verulegu máli. Þetta eru reyndar ekki ný sannindi en hafa ekki verið dregin fram í dagsljósið fyrr. Síðan Ísland gekk í EFTA hafa nánast öll fyrirtæki sem starfað hafa við smíði húsgagna lagst af. Land sem hefur efni á því að fara þannig með fjöreggið ætti að skoða hug sinn um að styrkja vel við smíði frumgerða og á þann hátt að snúa dæminu við, þannig að besta hönnunin sé framleidd hér heima og aflað markaða fyrir vöruna. Andvaraleysi og skortur á rökstuddri gagnrýni er eitt þeirra atriða sem háir okkur Íslendingum. Við göngum um með lokuð augun og látum bera á borð fyrir okkur nánast hvað sem er. Ég vil því að lokum gera kröfu til þess, að menn gangi um sali hönnunar og skóla með opnum gagnrýnum augum svo gera megi góðar hugmyndir og hluti betri.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun