Ósanngjörn landbúnaðarumræða Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi, gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því. Í fyrsta lagi þetta. Fyrr í sumar birtust fréttir af því að stórverslunin Bónus vildi afnema svo kallaða skilaskyldu á íslenskum kjötvörum og jafnvel líka öðrum landbúnaðarafurðum. Þetta voru í sjálfu sér jákvæðar fréttir. Skilaskyldan hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra afurðastöðva og framleiðenda íslenskra matvara. Árið 2009 á 136. löggjafarþinginu flutti ég ásamt tíu öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þingsályktunartillögu um málið sem var svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að móta reglur um skilaskyldu á ferskum matvörum í verslunum, til þess að tryggja eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi innlendrar matvælaframleiðslu.“ Tillagan hlaut ekki afgreiðslu og höfum við flutt hana í tvígang síðan. Nú síðast var henni dreift á Alþingi 4. október sl. en hefur ekki verið afgreidd. Málið fékk þó almennt jákvæðar undirtektir, svo sem í umræðum á Alþingi. Var það meðal annars sent til umsagnar sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar, sem samþykkti einróma jákvætt álit þann 24. nóvember sl. Enn bólar ekki á afgreiðslu málsins, en þingið hefur þó möguleika á að ljúka því nú í september. Hvað er skilaskylda?Í greinargerð með tillögunni er skilaskyldan útskýrð með þessum hætti: „Skilaskyldan felur í sér að kjósi verslunareigandi svo, getur hann sér að kostnaðarlausu krafist þess að framleiðandi taki til baka framleiðsluvörur sem eru að nálgast síðasta söludag. Þetta á við um íslenskar matvörur en ekki þær erlendu.“ Þannig er skilaskyldan klárleg mismunun gagnvart íslenskri framleiðslu, en á það þarf þó að líta að í skilaskyldu getur falist trygging fyrir því að ekki verði óeðlileg birgðasöfnun í verslun, með tilheyrandi kostnaði og rýrnun sem að lokum falli á neytendur í hærra vöruverði. Þegar þetta er skoðað sjá allir hversu ósanngjarnt það er þess vegna að halda því fram, eins og gert hefur verið núna nýverið, að skilaskyldan sé til marks um sóun í íslenskum landbúnaði og að um sé að ræða nokkurs konar ríkisstyrk við að farga landbúnaðarafurðum sem komnar eru fram yfir söludag. Skilaskyldan er ekki það sem bændur eða afurðastöðvar hafa krafist. Öðru nær. Þeir aðilar hafa ályktað um að afnema hana. Jákvæðar fréttir af vaxandi útflutningiHitt atriðið sem hér skal gert að umtalsefni er vaxandi útflutningur á landbúnaðarafurðum. Í gegnum tíðina hafa menn af mikilli þrautseigju reynt að hasla íslenskri landbúnaðarframleiðslu völl á erlendum mörkuðum. Sú viðleitni hefur gengið upp og ofan, en nú um stundir sjáum við merki um að betur horfi. Þessi útflutningur veldur engum viðbótar útgjöldum fyrir ríkissjóð. Þvert á móti. Þessi útflutningur er til ábata fyrir samfélagið og ríkissjóð. Umsvifin aukast, tekjur bænda verða meiri, störf verða til hjá fólki sem ella væri án atvinnu. Þannig dregur fremur úr útgjöldum ríkisins og tekjurnar aukast með vaxandi útflutningsframleiðslu á landbúnaðarvörum. Margt veldur um betri horfurÞað er margt sem leggst á eitt og veldur því að betur horfir nú um útflutning á ýmsum landbúnaðarafurðum en fyrr. Fyrst ber að nefna þrautseigju þeirra sem hafa unnið að þessum málum, með ærnum tilkostnaði, vöruþróun og markaðsvinnu. Sá kostnaður hefur að minnstu fallið á ríkissjóð, gagnstætt því sem látið hefur verið í veðri vaka. Þessi kostnaður lagðist ekki síst á bændur og afurðastöðvarnar. Núna erum við að sjá árangur erfiðisins. Þá eru aðstæður til útflutnings á dilkakjöti á alþjóðlegum mörkuðum betri en oft áður, af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna minna framboðs frá hefðbundnum útflytjendum frá Nýja-Sjálandi og víðar. Loks er það augljóst að lágt gengi krónunnar styður við þennan útflutning, eins og annan, nú um stundir. Ábending Josephs Stiglitz NóbelsverðlaunahafaAllt hefði þetta því átt að vera fagnaðarefni. Það er því í meira lagi ósanngjarnt að gera þennan útflutning tortryggilegan og jafna honum á einhvern hátt við útflutning sem stundaður var á landbúnaðarafurðum með útflutningsbótum, eins og átti sér stað fram að síðasta áratug síðustu aldar. Sé það hins vegar skoðun einhvers að stuðning við íslenska landbúnaðarframleiðslu eigi að minnka, er vitaskuld heiðarlegt að segja það hreint út, en ekki undir rós. Slíkt hefði ófyrirséð áhrif, sem mönnum ber þá að gera grein fyrir. Það er nefnilega rétt sem Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir í bók sinni Fair trade for all; menn eru flestir tilbúnir til þess að gera tilkall til þess ávinnings sem þeir ætla af minni landbúnaðarstuðningi, en engir heimtingu á að bera kostnaðinn sem af þeirri stefnumótun hlýst. Þversögn og ESB-umræðanOg svo er það eitt að lokum. Málefni landbúnaðarins er mjög á dagskrá í tengslum við aðildarumsókn okkar að ESB. Það vekur athygli að þeir sem ákafastir eru í baráttunni fyrir aðild, þreytast ekki á því að segja okkur að með inngöngunni í ESB opnist miklir möguleikar til margs konar opinbers stuðnings við landbúnaðinn, ekki síst við sauðfjárframleiðsluna. Þeir sem þannig tala og vilja uppvægir halda þá leið, geta að minnsta kosti ekki í hinu orðinu gert það tortryggilegt að við séum að ná meiri árangri við útflutning landbúnaðarvara, án tilkostnaðar af hálfu ríkissjóðs. Í því felst algjör þversögn, sem ekki gengur upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi, gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því. Í fyrsta lagi þetta. Fyrr í sumar birtust fréttir af því að stórverslunin Bónus vildi afnema svo kallaða skilaskyldu á íslenskum kjötvörum og jafnvel líka öðrum landbúnaðarafurðum. Þetta voru í sjálfu sér jákvæðar fréttir. Skilaskyldan hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra afurðastöðva og framleiðenda íslenskra matvara. Árið 2009 á 136. löggjafarþinginu flutti ég ásamt tíu öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þingsályktunartillögu um málið sem var svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að móta reglur um skilaskyldu á ferskum matvörum í verslunum, til þess að tryggja eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi innlendrar matvælaframleiðslu.“ Tillagan hlaut ekki afgreiðslu og höfum við flutt hana í tvígang síðan. Nú síðast var henni dreift á Alþingi 4. október sl. en hefur ekki verið afgreidd. Málið fékk þó almennt jákvæðar undirtektir, svo sem í umræðum á Alþingi. Var það meðal annars sent til umsagnar sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar, sem samþykkti einróma jákvætt álit þann 24. nóvember sl. Enn bólar ekki á afgreiðslu málsins, en þingið hefur þó möguleika á að ljúka því nú í september. Hvað er skilaskylda?Í greinargerð með tillögunni er skilaskyldan útskýrð með þessum hætti: „Skilaskyldan felur í sér að kjósi verslunareigandi svo, getur hann sér að kostnaðarlausu krafist þess að framleiðandi taki til baka framleiðsluvörur sem eru að nálgast síðasta söludag. Þetta á við um íslenskar matvörur en ekki þær erlendu.“ Þannig er skilaskyldan klárleg mismunun gagnvart íslenskri framleiðslu, en á það þarf þó að líta að í skilaskyldu getur falist trygging fyrir því að ekki verði óeðlileg birgðasöfnun í verslun, með tilheyrandi kostnaði og rýrnun sem að lokum falli á neytendur í hærra vöruverði. Þegar þetta er skoðað sjá allir hversu ósanngjarnt það er þess vegna að halda því fram, eins og gert hefur verið núna nýverið, að skilaskyldan sé til marks um sóun í íslenskum landbúnaði og að um sé að ræða nokkurs konar ríkisstyrk við að farga landbúnaðarafurðum sem komnar eru fram yfir söludag. Skilaskyldan er ekki það sem bændur eða afurðastöðvar hafa krafist. Öðru nær. Þeir aðilar hafa ályktað um að afnema hana. Jákvæðar fréttir af vaxandi útflutningiHitt atriðið sem hér skal gert að umtalsefni er vaxandi útflutningur á landbúnaðarafurðum. Í gegnum tíðina hafa menn af mikilli þrautseigju reynt að hasla íslenskri landbúnaðarframleiðslu völl á erlendum mörkuðum. Sú viðleitni hefur gengið upp og ofan, en nú um stundir sjáum við merki um að betur horfi. Þessi útflutningur veldur engum viðbótar útgjöldum fyrir ríkissjóð. Þvert á móti. Þessi útflutningur er til ábata fyrir samfélagið og ríkissjóð. Umsvifin aukast, tekjur bænda verða meiri, störf verða til hjá fólki sem ella væri án atvinnu. Þannig dregur fremur úr útgjöldum ríkisins og tekjurnar aukast með vaxandi útflutningsframleiðslu á landbúnaðarvörum. Margt veldur um betri horfurÞað er margt sem leggst á eitt og veldur því að betur horfir nú um útflutning á ýmsum landbúnaðarafurðum en fyrr. Fyrst ber að nefna þrautseigju þeirra sem hafa unnið að þessum málum, með ærnum tilkostnaði, vöruþróun og markaðsvinnu. Sá kostnaður hefur að minnstu fallið á ríkissjóð, gagnstætt því sem látið hefur verið í veðri vaka. Þessi kostnaður lagðist ekki síst á bændur og afurðastöðvarnar. Núna erum við að sjá árangur erfiðisins. Þá eru aðstæður til útflutnings á dilkakjöti á alþjóðlegum mörkuðum betri en oft áður, af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna minna framboðs frá hefðbundnum útflytjendum frá Nýja-Sjálandi og víðar. Loks er það augljóst að lágt gengi krónunnar styður við þennan útflutning, eins og annan, nú um stundir. Ábending Josephs Stiglitz NóbelsverðlaunahafaAllt hefði þetta því átt að vera fagnaðarefni. Það er því í meira lagi ósanngjarnt að gera þennan útflutning tortryggilegan og jafna honum á einhvern hátt við útflutning sem stundaður var á landbúnaðarafurðum með útflutningsbótum, eins og átti sér stað fram að síðasta áratug síðustu aldar. Sé það hins vegar skoðun einhvers að stuðning við íslenska landbúnaðarframleiðslu eigi að minnka, er vitaskuld heiðarlegt að segja það hreint út, en ekki undir rós. Slíkt hefði ófyrirséð áhrif, sem mönnum ber þá að gera grein fyrir. Það er nefnilega rétt sem Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir í bók sinni Fair trade for all; menn eru flestir tilbúnir til þess að gera tilkall til þess ávinnings sem þeir ætla af minni landbúnaðarstuðningi, en engir heimtingu á að bera kostnaðinn sem af þeirri stefnumótun hlýst. Þversögn og ESB-umræðanOg svo er það eitt að lokum. Málefni landbúnaðarins er mjög á dagskrá í tengslum við aðildarumsókn okkar að ESB. Það vekur athygli að þeir sem ákafastir eru í baráttunni fyrir aðild, þreytast ekki á því að segja okkur að með inngöngunni í ESB opnist miklir möguleikar til margs konar opinbers stuðnings við landbúnaðinn, ekki síst við sauðfjárframleiðsluna. Þeir sem þannig tala og vilja uppvægir halda þá leið, geta að minnsta kosti ekki í hinu orðinu gert það tortryggilegt að við séum að ná meiri árangri við útflutning landbúnaðarvara, án tilkostnaðar af hálfu ríkissjóðs. Í því felst algjör þversögn, sem ekki gengur upp.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar