Nýr spítali – forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu Ólafur Baldursson skrifar 3. september 2011 06:00 Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, verulegar umbætur í rekstri, og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjónustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. Endurteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 milljarðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starfar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu fullkomlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúklinga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipulagi, sem þegar hafa leitt til mikillar hagræðingar, þannig að spítalinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustuþáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sameinast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starfsemina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfsmenn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónarmið og hafa lýst áhyggjum af erfiðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalanum vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrekað bent á að sjúklingum, tækjum og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábendingar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýkingum vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undirbúnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfeminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í þeirri mikilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, verulegar umbætur í rekstri, og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjónustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. Endurteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 milljarðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starfar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu fullkomlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúklinga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipulagi, sem þegar hafa leitt til mikillar hagræðingar, þannig að spítalinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustuþáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sameinast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starfsemina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfsmenn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónarmið og hafa lýst áhyggjum af erfiðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalanum vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrekað bent á að sjúklingum, tækjum og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábendingar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýkingum vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undirbúnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfeminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í þeirri mikilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun