

Um Grímsstaði og vald ráðherra
Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt.
II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu.
Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin.
Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar.
III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við.
Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin:
Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu?
Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína.
Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi.
Skoðun

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar