Skárren ekkert lifir Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. september 2011 06:00 Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Mér hefur lengi fundist margt í skrifum Ólafs vera skynsamlegt. Ég tel það til dæmis lykilatriði, eins og Ólafur, að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar og það vel. Mér virðist Ólafur hafa sömu efasemdir og ég um gjaldmiðilinn okkar. Mig minnir að Ólafur hafi skrifað dálítið skörulega gegn ýmsum gamaldags hugsunarhætti í landbúnaði. Í skrifum Ólafs hef ég líka greint ríka áherslu á frelsi einstaklinga og áherslu á að ríkisvaldið reyni fyrst og fremst með aðgerðum sínum að tryggja traustan grunn fyrir fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum. Ég þori að veðja að Ólafur myndi gera sama greinarmun og ég á „liberal" hugsjónum og „sósial demókratískum" hugsjónum, sem fela í sér mun meiri stjórnsemi en ég tel æskilega. Ólafur ætti því af sömu málefnalegu ástæðum og ég að geta útskýrt af hverju hann „sé ekki bara í Samfylkingunni" eins og það er stundum orðað. Við Ólafur erum, semsagt – að mér virðist – nokkuð sammála um margt. Það bræðir hins vegar hjarta mitt að Ólafur virðist vera alveg handviss um það að þetta gat í pólitíkinni sem ég og hann upplifum verði með engu móti fyllt af mér eða nokkrum sem ég tala við. Líklega verð ég að búa við þetta vantraust Ólafs. Ég vil þó segja þetta: Ég hef undanfarið upplifað það, að alls konar fólk – bara venjulegt fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt, án skætings og leiðinda, og sem mér virðist deila í grundvallaratriðum frjálslyndri og víðsýnni lífssýn – hefur byrjað að tala saman. Á undanförnum vikum hefur orðið til vísir að fjöldahreyfingu þessa fólks. Vonandi verður hún að veruleika og býður fram með góða og ferska stefnuskrá í næstu kosningum. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt undanfarna daga, þótt enn eigi margt eftir að gera. Ég efast þó um að Ólafur muni geta kosið svona afl. Eitt virðist nefnilega skilja okkur að. Ólafur virðist vita á einhvern hátt fyrirfram hvers konar týpur það eru sem geta og mega stunda góða pólitík og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki listamenn, til dæmis. Ekki skemmtilegt fólk. Ekki fyndið fólk. Mér finnast skrif Ólafs að þessu leyti endurspegla dálítið sem ég vil af öllum mætti berjast gegn. Það eru ekki bara konur í drögtum og karlar í jakkafötum sem mega stunda „raunveruleg" stjórnmál. Það mega allir. Það geta allir. Það hefur enginn einkarétt á valdinu. Vonandi endurspeglar þetta gamaldags viðhorf Ólafs til stjórnmála fljótfærni í hugsun hans. Annað í grein hans er markað svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og hann virðist telja að flokkur sem ég og fólkið í Besta stofni með mörgum öðrum geti aldrei átt „raunverulegt" erindi, einhverra hluta vegna, virðist hann líka telja að hljómsveitin sem ég er í, Skárren ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri lagi. Skárren ekkert var til dæmis með frábært ball í Flatey nú í ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita. Þetta og annað í skrifum Ólafs í gær segir mér að hann sé ekki fyllilega með á nótunum. Hann veit ekki hvað er að ske, svo ég leiki mér að nafni annarrar hljómsveitar sem ég er í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Mér hefur lengi fundist margt í skrifum Ólafs vera skynsamlegt. Ég tel það til dæmis lykilatriði, eins og Ólafur, að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar og það vel. Mér virðist Ólafur hafa sömu efasemdir og ég um gjaldmiðilinn okkar. Mig minnir að Ólafur hafi skrifað dálítið skörulega gegn ýmsum gamaldags hugsunarhætti í landbúnaði. Í skrifum Ólafs hef ég líka greint ríka áherslu á frelsi einstaklinga og áherslu á að ríkisvaldið reyni fyrst og fremst með aðgerðum sínum að tryggja traustan grunn fyrir fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum. Ég þori að veðja að Ólafur myndi gera sama greinarmun og ég á „liberal" hugsjónum og „sósial demókratískum" hugsjónum, sem fela í sér mun meiri stjórnsemi en ég tel æskilega. Ólafur ætti því af sömu málefnalegu ástæðum og ég að geta útskýrt af hverju hann „sé ekki bara í Samfylkingunni" eins og það er stundum orðað. Við Ólafur erum, semsagt – að mér virðist – nokkuð sammála um margt. Það bræðir hins vegar hjarta mitt að Ólafur virðist vera alveg handviss um það að þetta gat í pólitíkinni sem ég og hann upplifum verði með engu móti fyllt af mér eða nokkrum sem ég tala við. Líklega verð ég að búa við þetta vantraust Ólafs. Ég vil þó segja þetta: Ég hef undanfarið upplifað það, að alls konar fólk – bara venjulegt fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt, án skætings og leiðinda, og sem mér virðist deila í grundvallaratriðum frjálslyndri og víðsýnni lífssýn – hefur byrjað að tala saman. Á undanförnum vikum hefur orðið til vísir að fjöldahreyfingu þessa fólks. Vonandi verður hún að veruleika og býður fram með góða og ferska stefnuskrá í næstu kosningum. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt undanfarna daga, þótt enn eigi margt eftir að gera. Ég efast þó um að Ólafur muni geta kosið svona afl. Eitt virðist nefnilega skilja okkur að. Ólafur virðist vita á einhvern hátt fyrirfram hvers konar týpur það eru sem geta og mega stunda góða pólitík og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki listamenn, til dæmis. Ekki skemmtilegt fólk. Ekki fyndið fólk. Mér finnast skrif Ólafs að þessu leyti endurspegla dálítið sem ég vil af öllum mætti berjast gegn. Það eru ekki bara konur í drögtum og karlar í jakkafötum sem mega stunda „raunveruleg" stjórnmál. Það mega allir. Það geta allir. Það hefur enginn einkarétt á valdinu. Vonandi endurspeglar þetta gamaldags viðhorf Ólafs til stjórnmála fljótfærni í hugsun hans. Annað í grein hans er markað svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og hann virðist telja að flokkur sem ég og fólkið í Besta stofni með mörgum öðrum geti aldrei átt „raunverulegt" erindi, einhverra hluta vegna, virðist hann líka telja að hljómsveitin sem ég er í, Skárren ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri lagi. Skárren ekkert var til dæmis með frábært ball í Flatey nú í ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita. Þetta og annað í skrifum Ólafs í gær segir mér að hann sé ekki fyllilega með á nótunum. Hann veit ekki hvað er að ske, svo ég leiki mér að nafni annarrar hljómsveitar sem ég er í.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun