Versta mögulega niðurstaðan Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. október 2011 06:00 Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun