Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík Hilmar Sigurðsson skrifar 12. október 2011 06:00 Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samningurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsvegar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niðurskurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögnuð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkisins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyrirsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum ársreikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimmfaldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stendur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvikmyndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með tilheyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmyndaefni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahagspólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samningurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsvegar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niðurskurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögnuð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkisins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyrirsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum ársreikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimmfaldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stendur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvikmyndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með tilheyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmyndaefni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahagspólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun