Litlir heilar og stórir Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá ályktun að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hljóta flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsárangur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í samræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við". „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rannsakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynjum t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila fullorðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum" (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í NeuroImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mismunandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig rúmmál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni" (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræðilega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng" (bls. 37). Ljóst er að starfshópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að meðaltali um 10% stærri að rúmmáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksrúmmáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mestur um sig en rúmmál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksrúmmáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að rúmmál heila segi til um þroskastöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismunandi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsárangur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: http://strakar.files.wordpress.com/2011/09/starfshc3b3pur-um-nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá ályktun að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hljóta flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsárangur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í samræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við". „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rannsakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynjum t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila fullorðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum" (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í NeuroImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mismunandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig rúmmál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni" (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræðilega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng" (bls. 37). Ljóst er að starfshópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að meðaltali um 10% stærri að rúmmáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksrúmmáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mestur um sig en rúmmál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksrúmmáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að rúmmál heila segi til um þroskastöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismunandi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsárangur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: http://strakar.files.wordpress.com/2011/09/starfshc3b3pur-um-nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun