Töfrar í tónlistarhúsi Kjartan Ólafsson skrifar 25. október 2011 06:00 Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er því er ein elsta tónlistarhátíð heims á sínu sviði. Hátíðin var að þessu sinni haldin í einu nýjasta tónlistarhúsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík – en skipuleggjandi var Tónskáldafélag Íslands. Orðspor Hörpunnar hefur nú þegar borist víða um heim og af því tilefni lagði fjöldi erlendra gesta leið sína til Íslands til að hlýða á framsækna nútímatónlist í tónlistarhúsinu nýja. Að auki kom fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til landsins til að kynna sér nýja norræna tónlist „í einu besta tónlistarhúsi heims" – eins og einn hinna erlendu gesta orðaði það. Þeir voru allir sem einn stórhrifnir af hljómburði og töfrum hússins og áttu stundum erfitt með að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna slíkt hús væri ekki til í þeirra heimalandi, þrátt fyrir að allar forsendur væru þar fyrir hendi. Aðsókn að Norrænum músíkdögum á Íslandi náði nýjum hæðum – þúsundir gesta hlustuðu agndofa þegar fjölbreytt nútímatónlistin hljómaði í sérhönnuðum sölum Hörpunnar í flutningi fremstu tónlistarmanna landsins. Tónlistarhúsið Harpa er án efa eitt besta heppnaða tónlistarhús heims í dag. Salirnir fjórir, hver með sinni sérstöðu, skiluðu tónlistinni á besta veg og þannig náði hin margbreytilega samsetning nútímatónlistarinnar að njóta sín í smæstu atriðum – nokkuð sem aldrei hefur áður gerst á Íslandi. Á upphafstónleikum Norrænna músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg verk eftir norræn tónskáld af yngri kynslóðinni. Stílbrigði tónverkanna náðu fullkomlega að njóta sín í salnum og var upplifun áheyrenda eftir því. Ljóst var að Harpan náði að njóta sín til hins ítrasta í fjölbreyttri efnisskrá hátíðarinnar. Hvert smáatriði í hönnun hússins skilaði sér í enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem nær að hljóma í góðum tónlistarsölum lifir ekki aðeins í augnablikinu heldur nær að hljóma áfram inn í framtíðina – í hugum áheyrenda. Tónlistarhúsið Harpa er hannað þannig að allar tegundir tónlistar frá öllum tímum tónlistarsögunnar eiga að geta fengið að njóta sín. Lífæð hússins eru listamennirnir sem þar starfa hverju sinni en ekki síður starfsfólk hússins sem á örskömmum tíma hefur náð færni í skipulagningu og framkvæmd ólíkra tónleikaforma eins og finna má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem þessari. Flóknar skiptingar milli tónleika voru frábærlega leystar af hendi og með ósérhlífni, kurteisi og mikilli fagmennsku stuðluðu þau að því að tónlistin náði að njóta sín með mun betri hætti en nokkru sinni hefur þekkst hér á landi. Harpa er þegar orðin einn helsti sendiherra íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. Jákvætt orðspor hússins hefur orðið til þess að nú þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá um næstu tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á landi, Myrka músíkdaga, sem fara mun fram þar í húsi í lok janúar á næsta ári. Það er von okkar að tónlistarhúsið Harpa verði áfram lifandi umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf samtímans, öllu íslensku tónlistarfólki verði gert kleift að starfa þar að sinni listsköpun og að tónlistin fái þannig að lifa þar og hljóma – inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er því er ein elsta tónlistarhátíð heims á sínu sviði. Hátíðin var að þessu sinni haldin í einu nýjasta tónlistarhúsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík – en skipuleggjandi var Tónskáldafélag Íslands. Orðspor Hörpunnar hefur nú þegar borist víða um heim og af því tilefni lagði fjöldi erlendra gesta leið sína til Íslands til að hlýða á framsækna nútímatónlist í tónlistarhúsinu nýja. Að auki kom fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til landsins til að kynna sér nýja norræna tónlist „í einu besta tónlistarhúsi heims" – eins og einn hinna erlendu gesta orðaði það. Þeir voru allir sem einn stórhrifnir af hljómburði og töfrum hússins og áttu stundum erfitt með að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna slíkt hús væri ekki til í þeirra heimalandi, þrátt fyrir að allar forsendur væru þar fyrir hendi. Aðsókn að Norrænum músíkdögum á Íslandi náði nýjum hæðum – þúsundir gesta hlustuðu agndofa þegar fjölbreytt nútímatónlistin hljómaði í sérhönnuðum sölum Hörpunnar í flutningi fremstu tónlistarmanna landsins. Tónlistarhúsið Harpa er án efa eitt besta heppnaða tónlistarhús heims í dag. Salirnir fjórir, hver með sinni sérstöðu, skiluðu tónlistinni á besta veg og þannig náði hin margbreytilega samsetning nútímatónlistarinnar að njóta sín í smæstu atriðum – nokkuð sem aldrei hefur áður gerst á Íslandi. Á upphafstónleikum Norrænna músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg verk eftir norræn tónskáld af yngri kynslóðinni. Stílbrigði tónverkanna náðu fullkomlega að njóta sín í salnum og var upplifun áheyrenda eftir því. Ljóst var að Harpan náði að njóta sín til hins ítrasta í fjölbreyttri efnisskrá hátíðarinnar. Hvert smáatriði í hönnun hússins skilaði sér í enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem nær að hljóma í góðum tónlistarsölum lifir ekki aðeins í augnablikinu heldur nær að hljóma áfram inn í framtíðina – í hugum áheyrenda. Tónlistarhúsið Harpa er hannað þannig að allar tegundir tónlistar frá öllum tímum tónlistarsögunnar eiga að geta fengið að njóta sín. Lífæð hússins eru listamennirnir sem þar starfa hverju sinni en ekki síður starfsfólk hússins sem á örskömmum tíma hefur náð færni í skipulagningu og framkvæmd ólíkra tónleikaforma eins og finna má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem þessari. Flóknar skiptingar milli tónleika voru frábærlega leystar af hendi og með ósérhlífni, kurteisi og mikilli fagmennsku stuðluðu þau að því að tónlistin náði að njóta sín með mun betri hætti en nokkru sinni hefur þekkst hér á landi. Harpa er þegar orðin einn helsti sendiherra íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. Jákvætt orðspor hússins hefur orðið til þess að nú þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá um næstu tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á landi, Myrka músíkdaga, sem fara mun fram þar í húsi í lok janúar á næsta ári. Það er von okkar að tónlistarhúsið Harpa verði áfram lifandi umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf samtímans, öllu íslensku tónlistarfólki verði gert kleift að starfa þar að sinni listsköpun og að tónlistin fái þannig að lifa þar og hljóma – inn í framtíðina.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun