Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur? Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. Svar mitt við fyrri grein Söndru birtist í Fréttablaðinu 20. október sl. en þar gerði ég alvarlegar athugasemdir við rangtúlkanir hennar á vísindalegum niðurstöðum. Í seinni grein sinni sem birtist þann 25. október sl. vísar Sandra í nokkurn fjölda vísindagreina máli sínu til stuðnings og mætti í fyrstu halda að greinin væri vísir að upplýstri umræðu um málefnið. Svo er því miður ekki og sé ég mig því áfram knúinn til að leiðrétta nokkur atriði í máli Söndru. Sandra vísar m.a. í niðurstöður Vázquez-Padrón o.fl. (1-3) og telur þær gefa vísbendingar um „að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmis viðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum“. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru í sjálfu sér áhugaverðar en hér eins og svo oft gengur Sandra of langt í ályktunum sínum. Vázquez-Padrón o.fl. könnuðu hvort próteinið Cry1Ac gæti valdið ónæmisviðbrögðum í músum og þó svo að músin sé um margt skyld manninum þá er ekki sjálfgefið að niðurstöðurnar megi yfirfæra á manninn eins og Sandra kýs að gera. Hér er jafnframt mikilvægt að gera greinarmun á ónæmissvari og ofnæmi, en Vázquez-Padrón o.fl. minnast hvergi á ofnæmi í greinum sínum. Þá er einnig rétt að benda á að yfir eitt hundrað tegundir matvæla geta valdið ofnæmi í mönnum og eru þau viðbrögð í flestum tilfellum vegna próteina, en engin dæmi eru þekkt um ofnæmi gegn Cry próteinum í mönnum þrátt fyrir áratuga langa notkun þeirra í landbúnaði. Sandra vísar líka í rannsóknir sem sýna eiga fram á „áhrif á þróaðri spendýr“, þ.m.t. rannsókn Trabalza-Mainucci o.fl. (4) á sauðfé sem hún segir að hafi „[leitt] í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra“. Þessi niðurstaða Söndru er úr lausu lofti gripin. Í grein Trabalza-Mainucci o.fl. er tekið fram að erfðabreytta fóðrið hafði engin áhrif á heilbrigði dýranna og ekki sáust nein áhrif á aðra þætti sem skoðaðir voru. Það eina sem reyndist ólíkt milli hópa var að forathugun á frumum úr lifur og brisi leiddi í ljós mun, en sá munur virtist ekki hafa nein mælanleg áhrif á heilbrigði dýranna. Í tilvísun sinni í rannsóknir Duggan o.fl. (5) gerir Sandra þau klaufalegu mistök að slá saman tveimur óskyldum tilraunum þannig að úr verða niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér verður til í meðförum Söndru erfðabreytt örvera úr meltingarvegi sem þolin er fyrir sýklalyfjum og kallar Sandra bakteríu þessa „superbug“. Í reynd eru niðurstöðurnar óralangt frá þessu. Annars vegar var um að ræða athugun á niðurbroti DNA í meltingarvegi þar sem notast var við maís erfðabreyttan með Bt-geni og hins vegar rannsókn á því hvort nota mætti plasmíð (sem er lítil hringlaga DNA sameind) sem velkst hafði um í munnholi kindar til að ummynda bakteríur. Það er rétt athugað hjá Söndru að Duggan o.fl. fundu DNA úr maís í vömb en þeir taka jafnframt fram að uppruni þess sé að öllum líkindum úr ómeltum plöntuleifum og að óvarið DNA sé ólíklegt til að lifa lengi í vömbinni. Að lokum er rétt að minnast á umfjöllun Söndru um rannsóknir Aris og Leblanc (6) og það sem hún telur að séu vísbendingar um „flata genatilfærslu“. Hér verður Söndru enn á ný fótaskortur þar sem hún virðist ekki gera greinarmun á DNA og próteini, en þeir Aris og Leblanc mældu Cry1Ab próteinið en ekki DNA í blóðsýnum og minnast hvergi í grein sinni einu orði á „flata genatilfærslu“. Hvernig Sandra tengir þetta tvennt saman er mér óskiljanlegt. Þrátt fyrir að Sandra vísi í ritrýndar vísindagreinar máli sínu til stuðnings og leitist þannig við að ljá umfjöllun sinni yfirbragð upplýstrar umræðu þá er niðurstaðan sú að umfjöllunin líður mjög fyrir takmarkaða þekkingu Söndru á viðfangsefninu. Það hvernig Sandra slær saman ótengdum tilraunum í grein Duggan o.fl. (5) og það að hún gerir ekki greinarmun á DNA og próteinum er umhugsunarvert og hlýtur að vekja upp spurningar um skilning Söndru á því efni sem hún fjallar um. Að lokum get ég því ekki annað en hvatt Söndru til að kynna sér betur efni þeirra greina sem hún fjallar um á opinberum vettvangi og lesendur jafnframt til að lesa greinar Söndru um þessi málefni eftirleiðis með gagnrýnum huga. (1) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Brazilian Journal of Medical and Biological Research, 33[2], pp.147-155. (2) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Biochemical and Biophysical Research Communications, 271[1], pp.54-58. (3) Vázquez-Padrón o.fl. 1999. Life Sciences, 64[21], pp.1897-1912. (4) Trabalza-Marinucci o.fl. 2008. Livestock Science, 113, pp.178-190. (5) Duggan o.fl. 2003. The British Journal of Nutrition, 89[2], pp.159-166. (6) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology, 31[4], pp.528-533. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. Svar mitt við fyrri grein Söndru birtist í Fréttablaðinu 20. október sl. en þar gerði ég alvarlegar athugasemdir við rangtúlkanir hennar á vísindalegum niðurstöðum. Í seinni grein sinni sem birtist þann 25. október sl. vísar Sandra í nokkurn fjölda vísindagreina máli sínu til stuðnings og mætti í fyrstu halda að greinin væri vísir að upplýstri umræðu um málefnið. Svo er því miður ekki og sé ég mig því áfram knúinn til að leiðrétta nokkur atriði í máli Söndru. Sandra vísar m.a. í niðurstöður Vázquez-Padrón o.fl. (1-3) og telur þær gefa vísbendingar um „að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmis viðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum“. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru í sjálfu sér áhugaverðar en hér eins og svo oft gengur Sandra of langt í ályktunum sínum. Vázquez-Padrón o.fl. könnuðu hvort próteinið Cry1Ac gæti valdið ónæmisviðbrögðum í músum og þó svo að músin sé um margt skyld manninum þá er ekki sjálfgefið að niðurstöðurnar megi yfirfæra á manninn eins og Sandra kýs að gera. Hér er jafnframt mikilvægt að gera greinarmun á ónæmissvari og ofnæmi, en Vázquez-Padrón o.fl. minnast hvergi á ofnæmi í greinum sínum. Þá er einnig rétt að benda á að yfir eitt hundrað tegundir matvæla geta valdið ofnæmi í mönnum og eru þau viðbrögð í flestum tilfellum vegna próteina, en engin dæmi eru þekkt um ofnæmi gegn Cry próteinum í mönnum þrátt fyrir áratuga langa notkun þeirra í landbúnaði. Sandra vísar líka í rannsóknir sem sýna eiga fram á „áhrif á þróaðri spendýr“, þ.m.t. rannsókn Trabalza-Mainucci o.fl. (4) á sauðfé sem hún segir að hafi „[leitt] í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra“. Þessi niðurstaða Söndru er úr lausu lofti gripin. Í grein Trabalza-Mainucci o.fl. er tekið fram að erfðabreytta fóðrið hafði engin áhrif á heilbrigði dýranna og ekki sáust nein áhrif á aðra þætti sem skoðaðir voru. Það eina sem reyndist ólíkt milli hópa var að forathugun á frumum úr lifur og brisi leiddi í ljós mun, en sá munur virtist ekki hafa nein mælanleg áhrif á heilbrigði dýranna. Í tilvísun sinni í rannsóknir Duggan o.fl. (5) gerir Sandra þau klaufalegu mistök að slá saman tveimur óskyldum tilraunum þannig að úr verða niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér verður til í meðförum Söndru erfðabreytt örvera úr meltingarvegi sem þolin er fyrir sýklalyfjum og kallar Sandra bakteríu þessa „superbug“. Í reynd eru niðurstöðurnar óralangt frá þessu. Annars vegar var um að ræða athugun á niðurbroti DNA í meltingarvegi þar sem notast var við maís erfðabreyttan með Bt-geni og hins vegar rannsókn á því hvort nota mætti plasmíð (sem er lítil hringlaga DNA sameind) sem velkst hafði um í munnholi kindar til að ummynda bakteríur. Það er rétt athugað hjá Söndru að Duggan o.fl. fundu DNA úr maís í vömb en þeir taka jafnframt fram að uppruni þess sé að öllum líkindum úr ómeltum plöntuleifum og að óvarið DNA sé ólíklegt til að lifa lengi í vömbinni. Að lokum er rétt að minnast á umfjöllun Söndru um rannsóknir Aris og Leblanc (6) og það sem hún telur að séu vísbendingar um „flata genatilfærslu“. Hér verður Söndru enn á ný fótaskortur þar sem hún virðist ekki gera greinarmun á DNA og próteini, en þeir Aris og Leblanc mældu Cry1Ab próteinið en ekki DNA í blóðsýnum og minnast hvergi í grein sinni einu orði á „flata genatilfærslu“. Hvernig Sandra tengir þetta tvennt saman er mér óskiljanlegt. Þrátt fyrir að Sandra vísi í ritrýndar vísindagreinar máli sínu til stuðnings og leitist þannig við að ljá umfjöllun sinni yfirbragð upplýstrar umræðu þá er niðurstaðan sú að umfjöllunin líður mjög fyrir takmarkaða þekkingu Söndru á viðfangsefninu. Það hvernig Sandra slær saman ótengdum tilraunum í grein Duggan o.fl. (5) og það að hún gerir ekki greinarmun á DNA og próteinum er umhugsunarvert og hlýtur að vekja upp spurningar um skilning Söndru á því efni sem hún fjallar um. Að lokum get ég því ekki annað en hvatt Söndru til að kynna sér betur efni þeirra greina sem hún fjallar um á opinberum vettvangi og lesendur jafnframt til að lesa greinar Söndru um þessi málefni eftirleiðis með gagnrýnum huga. (1) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Brazilian Journal of Medical and Biological Research, 33[2], pp.147-155. (2) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Biochemical and Biophysical Research Communications, 271[1], pp.54-58. (3) Vázquez-Padrón o.fl. 1999. Life Sciences, 64[21], pp.1897-1912. (4) Trabalza-Marinucci o.fl. 2008. Livestock Science, 113, pp.178-190. (5) Duggan o.fl. 2003. The British Journal of Nutrition, 89[2], pp.159-166. (6) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology, 31[4], pp.528-533.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar