Staðgöngumæðrun: fáeinar konur þurfa veglyndi samfélagsins Reynir Tómas Geirsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar