Stuðningsgrein: Forseti sem við berum virðingu fyrir Hjalti Vigfússon skrifar 28. júní 2012 15:30 Nokkuð hefur verið rætt um hlutverk forsetans í aðdraganda forsetakosninganna næstu helgi. Ég hef oft velt þessari umræðu fyrir mér og jafnvel tekið þátt í henni. Ég skil samt ekki af hverju frambjóðendur og við landsmenn ræðum þetta í svo mikla þaula. Við þekkjum öll hlutverk forsetans nokkuð vel. Þrátt fyrir að sitjandi forseti hafi virkjað málsskotsréttin með eftirminnilegum hætti, vitum við vel að það er ekki hlutverk forsetans að taka í sífellu fram fyrir hendur Alþingis, enda hefur enginn forseti lýðveldissins hagað sér þannig. Forsetinn á að vera andlit þjóðarinnar út á við, standa vörð um menningu okkar og gildi, gleðjast með okkur á góðum stundum og vera sameiningartákn í blíðu og stríðu. Forsetinn þarf því að vera einstaklingur sem þjóðin ber virðingu fyrir. Hann á að vera forseti allra landsmanna - ekki afmarkaðs hóps skoðanabræðra og -systra. Af þeim frambjóðendum sem gefa kost á sér til forseta finnst mér einn frambjóðandi bera af þegar ég máta þau við þessar kröfur: Þóra Arnórsdóttir. Sumir meðframbjóðenda hennar hafa raunar aldrei komist í kallfæri við þær lágmarkskröfur sem við ættum að gera til þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Sitjandi forseti hefði til að mynda átt að draga sig í hlé eftir að hafa kallað Þóru Arnórsdóttur „skrautdúkku". Ólafur Ragnar hefði aldrei nokkur tíma látið þessi orð falla um karl í sömu stöðu, með sömu reynslu og menntun og Þóra. Með niðrandi ummælum sínum gerði Ólafur Ragnar lítið úr þeim jafnréttisgildum sem eru okkur hve kærust. Hann hefur ekki einu sinni haft sómatilfinningu til að biðjast afsökunar á orðum sínum þrátt fyrir ótal tækifæri og ærna ástæðu. Ég get ekki borið virðingu fyrir forseta sem talar niður til kvenna og gerir lítið úr þeim gildum sem við eigum að standa vörð um í hvívetna. Þóra Arnórsdóttir er sá frambjóðandi sem hefur í aðdraganda kosninganna, með málflutningi sínum og framkomu, sýnt að hún er forseti sem við getum virt, sameinast um og verið stolt af. Hún hefur háð heiðarlega kosningabaráttu og talað fyrir því að sem forseti muni hún standa vörð um þau gildi sem eru þjóðinni mikilvæg. Þóra er talsmaður framtíðarinnar og hún er þegar orðin talsmaður lands og þjóðar í erlendum fjölmiðum og henni mun áfram fylgja gríðarlega jákvæð umfjöllun hvert sem hún fer. Þóra er ung, þrælmenntuð kona, hokin af starfsreynslu, hún kemur vel fyrir sig orði og hefur verið verðlaunuð af landsmönnum fyrir starf sitt sem fréttamaður einmitt vegna þessa. Hún er eldklár, talar sex tungumál og er menntuð í þróunarhagfræði og alþjóðasamskiptum. Þeim sem hafa haldið því fram að Þóra sé „umbúðirnar einar" er skylt að endurskoða afstöðu sína og líta í eigin barm með þetta í huga, enda krefst slík röksemdafærsla mjög brenglaðrar skilgreiningar á orðinu „umbúðir". Þóra er talsmaður sátta í þjóðfélagi sem gengið hefur í gegnum erfiða tíma á síðustu árum. Hún kemur til með að ýta undir stöðugleika í þjóðfélaginu og sátt stríðandi fylkinga. Hún lætur ekki eigin hagsmuni hafa áhrif á ákvarðanir sínar heldur hefur hún hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hún treystir þjóðinni til að taka ákvarðanir í mikilvægum málum og hefur nefnt aðildarsamning Íslands við ESB sem dæmi í þeim efnum. Hún hefur krafist þess að aðildarsamningurinn verði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu og að niðurstaða hennar sé sú sem muni standa. Þóra hefur á undanförnum vikum talað heiðarlega og skynsamlega. Ég ber virðingu fyrir henni og því sem hún stendur fyrir. Þóra treystir þjóðinni og þess vegna ætla ég að treysta Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um hlutverk forsetans í aðdraganda forsetakosninganna næstu helgi. Ég hef oft velt þessari umræðu fyrir mér og jafnvel tekið þátt í henni. Ég skil samt ekki af hverju frambjóðendur og við landsmenn ræðum þetta í svo mikla þaula. Við þekkjum öll hlutverk forsetans nokkuð vel. Þrátt fyrir að sitjandi forseti hafi virkjað málsskotsréttin með eftirminnilegum hætti, vitum við vel að það er ekki hlutverk forsetans að taka í sífellu fram fyrir hendur Alþingis, enda hefur enginn forseti lýðveldissins hagað sér þannig. Forsetinn á að vera andlit þjóðarinnar út á við, standa vörð um menningu okkar og gildi, gleðjast með okkur á góðum stundum og vera sameiningartákn í blíðu og stríðu. Forsetinn þarf því að vera einstaklingur sem þjóðin ber virðingu fyrir. Hann á að vera forseti allra landsmanna - ekki afmarkaðs hóps skoðanabræðra og -systra. Af þeim frambjóðendum sem gefa kost á sér til forseta finnst mér einn frambjóðandi bera af þegar ég máta þau við þessar kröfur: Þóra Arnórsdóttir. Sumir meðframbjóðenda hennar hafa raunar aldrei komist í kallfæri við þær lágmarkskröfur sem við ættum að gera til þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Sitjandi forseti hefði til að mynda átt að draga sig í hlé eftir að hafa kallað Þóru Arnórsdóttur „skrautdúkku". Ólafur Ragnar hefði aldrei nokkur tíma látið þessi orð falla um karl í sömu stöðu, með sömu reynslu og menntun og Þóra. Með niðrandi ummælum sínum gerði Ólafur Ragnar lítið úr þeim jafnréttisgildum sem eru okkur hve kærust. Hann hefur ekki einu sinni haft sómatilfinningu til að biðjast afsökunar á orðum sínum þrátt fyrir ótal tækifæri og ærna ástæðu. Ég get ekki borið virðingu fyrir forseta sem talar niður til kvenna og gerir lítið úr þeim gildum sem við eigum að standa vörð um í hvívetna. Þóra Arnórsdóttir er sá frambjóðandi sem hefur í aðdraganda kosninganna, með málflutningi sínum og framkomu, sýnt að hún er forseti sem við getum virt, sameinast um og verið stolt af. Hún hefur háð heiðarlega kosningabaráttu og talað fyrir því að sem forseti muni hún standa vörð um þau gildi sem eru þjóðinni mikilvæg. Þóra er talsmaður framtíðarinnar og hún er þegar orðin talsmaður lands og þjóðar í erlendum fjölmiðum og henni mun áfram fylgja gríðarlega jákvæð umfjöllun hvert sem hún fer. Þóra er ung, þrælmenntuð kona, hokin af starfsreynslu, hún kemur vel fyrir sig orði og hefur verið verðlaunuð af landsmönnum fyrir starf sitt sem fréttamaður einmitt vegna þessa. Hún er eldklár, talar sex tungumál og er menntuð í þróunarhagfræði og alþjóðasamskiptum. Þeim sem hafa haldið því fram að Þóra sé „umbúðirnar einar" er skylt að endurskoða afstöðu sína og líta í eigin barm með þetta í huga, enda krefst slík röksemdafærsla mjög brenglaðrar skilgreiningar á orðinu „umbúðir". Þóra er talsmaður sátta í þjóðfélagi sem gengið hefur í gegnum erfiða tíma á síðustu árum. Hún kemur til með að ýta undir stöðugleika í þjóðfélaginu og sátt stríðandi fylkinga. Hún lætur ekki eigin hagsmuni hafa áhrif á ákvarðanir sínar heldur hefur hún hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hún treystir þjóðinni til að taka ákvarðanir í mikilvægum málum og hefur nefnt aðildarsamning Íslands við ESB sem dæmi í þeim efnum. Hún hefur krafist þess að aðildarsamningurinn verði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu og að niðurstaða hennar sé sú sem muni standa. Þóra hefur á undanförnum vikum talað heiðarlega og skynsamlega. Ég ber virðingu fyrir henni og því sem hún stendur fyrir. Þóra treystir þjóðinni og þess vegna ætla ég að treysta Þóru.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar