Stuðningsgrein: "Djöfull ertu heppinn!“ Ingimar Karl Helgason skrifar 26. júní 2012 17:00 Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: „Djöfull ertu heppinn!" Þetta var vinur minn Svavar Halldórsson. Maður sem kann að forgangsraða. Hann var ekki lengi að leiða mér fyrir sjónir að þótt þetta væri stundum erfitt, þá fengist ekkert betra en að fá að vera með börnunum sínum. Þau væru það eina sem ekki mætti missa af. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Og ég tek mark á Svavari. Við Svavar unnum saman á fréttastofu Útvarpsins og mér varð strax ljóst að mjög mikið er í þennan mann spunnið. Hann er ósérhlífinn harðjaxl sem lætur sig samt aldrei muna um að rétta öðrum hjálparhönd. Svavar er með gildin sín á hreinu. Hann lagði sig fram um að búa dætrum sínum gott heimili; heimili sem varð yndislegra eftir að þau Þóra rugluðu saman reitum og börnunum fjölgaði. Svavar er maður sem getur farið á sjó til veiða, gert að afla, eldað, lagt á borð, gengið frá og vaskað upp. Hann tekur sig jafn vel út, hvort sem er við smíðar eða þegar hann les fyrir börnin. Það viðhorf er nú sýnilegt að kona skyldi ekki sækjast eftir frama fyrr en barnauppeldi er lokið. Krakkarnir eigi að vera orðnir sjálfbjarga eða jafnvel farnir að heiman. Þá fyrst getur hún sýnt hvað í henni býr. Tilfellið er að börnin eiga pabba. Og það engan smá pabba! Að við eygjum möguleika á því að þessi maður komi á Bessastaði ásamt sinni konu og sínum börnum kveikir því þessa hugsun: Við erum heppin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: „Djöfull ertu heppinn!" Þetta var vinur minn Svavar Halldórsson. Maður sem kann að forgangsraða. Hann var ekki lengi að leiða mér fyrir sjónir að þótt þetta væri stundum erfitt, þá fengist ekkert betra en að fá að vera með börnunum sínum. Þau væru það eina sem ekki mætti missa af. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Og ég tek mark á Svavari. Við Svavar unnum saman á fréttastofu Útvarpsins og mér varð strax ljóst að mjög mikið er í þennan mann spunnið. Hann er ósérhlífinn harðjaxl sem lætur sig samt aldrei muna um að rétta öðrum hjálparhönd. Svavar er með gildin sín á hreinu. Hann lagði sig fram um að búa dætrum sínum gott heimili; heimili sem varð yndislegra eftir að þau Þóra rugluðu saman reitum og börnunum fjölgaði. Svavar er maður sem getur farið á sjó til veiða, gert að afla, eldað, lagt á borð, gengið frá og vaskað upp. Hann tekur sig jafn vel út, hvort sem er við smíðar eða þegar hann les fyrir börnin. Það viðhorf er nú sýnilegt að kona skyldi ekki sækjast eftir frama fyrr en barnauppeldi er lokið. Krakkarnir eigi að vera orðnir sjálfbjarga eða jafnvel farnir að heiman. Þá fyrst getur hún sýnt hvað í henni býr. Tilfellið er að börnin eiga pabba. Og það engan smá pabba! Að við eygjum möguleika á því að þessi maður komi á Bessastaði ásamt sinni konu og sínum börnum kveikir því þessa hugsun: Við erum heppin!
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun