Hvaða frambjóðanda gef ég mitt atkvæði og hvers vegna? Helena Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 15:00 Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar