Stuðningsgrein: Atkvæði mitt fær Andrea Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 26. júní 2012 14:00 Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo villta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Stór partur af vanda þjóðarinnar er sú hugsun að kjósa á milli kvalara sinna eins og skoðanakannanir gefa sterklega til kynna. Þó þær séu oftast settar fram með eins villandi hætti og hugsast getur þá hafa þær alltaf áhrif á þá sem eru óákveðnir. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum frambjóðendum því allir hafa málstað að verja eða bakland að þjóna. Ég get samt ekki annað sagt en að mér finnst óþægilegt að sjá fólk breytast í fasi, málfari, klæðarburði og hárgreiðslu við það eitt að vilja þjóna þjóðinni, eins og að keppnin standi um flottustu grímuna. Þessi pistill er í sjálfu sér ekki sérstakar hugleiðingar mínar um hvað ég ætla eða ætti að kjósa heldur stutt greinargerð með atkvæði mínu sem ég er löngu búin að úthluta. Atkvæði mitt fær Andrea. Hún fær ekki atkvæði mitt af því hún er kona eða fór í forsetaframbjóðendabúðina og keypti sér lágstemmdu draktina í lágstemmdu alþýðulitunum. Hún fær atkvæði mitt af þeirri einföldu átæðu að hún hefur haldið uppi málsvörn fyrir heimilin í landinu á óeigingjarnan og málefnalegan hátt án þess að láta lýðskrum þeirra sem verja kerfisvilluna og misskiptingu lífsgæða trufla sig. Hún á svo sannarlega ekki mikla möguleika miðað við skoðanakannanir en mér er nákvæmlega sama. Einhverjir gætu talið mig alveg eins geta skilað auðu en svo er alls ekki. Þetta er einfaldlega spurning um hugarfar. Ef við viljum breyta einhverju í fársjúku samfélagi þá byrja breytingarnar hjá okkur sjálfum og þær byrja á því að taka afstöðu gegn hræðslunni við breytingar og taka afstöðu með fólki sem þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo villta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Stór partur af vanda þjóðarinnar er sú hugsun að kjósa á milli kvalara sinna eins og skoðanakannanir gefa sterklega til kynna. Þó þær séu oftast settar fram með eins villandi hætti og hugsast getur þá hafa þær alltaf áhrif á þá sem eru óákveðnir. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum frambjóðendum því allir hafa málstað að verja eða bakland að þjóna. Ég get samt ekki annað sagt en að mér finnst óþægilegt að sjá fólk breytast í fasi, málfari, klæðarburði og hárgreiðslu við það eitt að vilja þjóna þjóðinni, eins og að keppnin standi um flottustu grímuna. Þessi pistill er í sjálfu sér ekki sérstakar hugleiðingar mínar um hvað ég ætla eða ætti að kjósa heldur stutt greinargerð með atkvæði mínu sem ég er löngu búin að úthluta. Atkvæði mitt fær Andrea. Hún fær ekki atkvæði mitt af því hún er kona eða fór í forsetaframbjóðendabúðina og keypti sér lágstemmdu draktina í lágstemmdu alþýðulitunum. Hún fær atkvæði mitt af þeirri einföldu átæðu að hún hefur haldið uppi málsvörn fyrir heimilin í landinu á óeigingjarnan og málefnalegan hátt án þess að láta lýðskrum þeirra sem verja kerfisvilluna og misskiptingu lífsgæða trufla sig. Hún á svo sannarlega ekki mikla möguleika miðað við skoðanakannanir en mér er nákvæmlega sama. Einhverjir gætu talið mig alveg eins geta skilað auðu en svo er alls ekki. Þetta er einfaldlega spurning um hugarfar. Ef við viljum breyta einhverju í fársjúku samfélagi þá byrja breytingarnar hjá okkur sjálfum og þær byrja á því að taka afstöðu gegn hræðslunni við breytingar og taka afstöðu með fólki sem þorir.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar