Stuðningsgrein: Forsetinn er sunnudagur Hallgrímur Helgason skrifar 26. júní 2012 11:30 Konan mín sagði við mig: „Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama. „Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir. Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir. Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar! Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað. Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur. Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú. Þannig talar Þóra. Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum. Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki. Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Hallgrímur Helgason Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Konan mín sagði við mig: „Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama. „Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir. Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir. Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar! Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað. Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur. Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú. Þannig talar Þóra. Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum. Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki. Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun