Stuðningsgrein: Af hverju Þóru? Eyjólfur Kjalar Emilsson skrifar 25. júní 2012 22:00 Það má kallast nokkur lýðræðisbrestur að hægt sé að verða kjörinn forseti Íslands með verulegum minnihluta greiddra atkvæða. Betra væri að hafa þann hátt á sem Frakkar gera og hafa tvær umferðir, þar sem sú síðari gerði upp á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta á fyrra kjördegi. Nú standa forsetakosningar fyrir dyrum eftir fáeina daga. Sjálfur dreg ég enga dul á að mér finnst brýnast af öllu að koma núverandi forseta frá. Af hverju er það svo brýnt? Ástæður þess hafa verið ágætlega raktar af öðrum og ætla ég ekki að tínunda þær allar en minna á nokkrar: 1. Hann er búinn að sitja lengur en eðlilegt er í lýðræðislega kjörnu embætti og hann er ekki ómissandi, síður en svo, ekki fermur en Mugabe. 2. Hann hefur aldrei verið verðugur fulltrúi íslenskrar menningar eins og Kristján og Vigdís voru. Hann skilur ekki neitt af þess háttar hlutum og hefur engan áhuga á þeim. Ég hef verið viðstaddur þar sem Ólafur Ragnar átti að flytja ávarp á menningarsamkomu á erlendri gurnd. Óskaði að jörðin myndi gleypa mig, þetta var svo óheyrilega þunnt og belgingslegt sem maðurinn sagði. Ég skammaðist mín niður í tær og það gerðu fleiri, Íslendingar og útlendingar þeim velviljaðir. 3. Maðurinn var eins og margoft hefur komið fram klappstýra, aumkunarverð þjónusta íslenskra fjárglæframanna sem lögðu efnahag landsins í rúst (vel studdir af ríkisstjórn raunar). Hann sýndi þarna fram á fullkomið dómgreinarleysi sitt. 4. Þegar Ólafur Ragnar hafði áttað sig á að klappstýrurullan átti ekki lengur upp á pallborðið hjá þjóðinni, gerðist fyrir alvöru lýðskrumari. Margt í framferiði hans minnir óneitanlega á harðstjóra og harðstjóraefni sem voru vel þekkt t.d. í fornaldarsögunni og Platon lýsir af innsæi í 9. bók Ríkisins. Þvílikir sóttu jafnan völd sín til "alþýðunnar" og litu á sig sem leiðtoga hennar. 5. Ólafur Ragnar tók sér vald sem honum bar ekki: Hann hefur brotið hefðir þessa embættis, og stefnt þignræðinu í hættu og óvissu. Eins og Björn Bjarnason (sem ég er sjaldan sammála en þó hér) lýsti nýverið minna stjórnarhættir Ólafs Ragnars á konunga sem þegnarnir lögðu bænarskrár fyrir og konungarnir náðarsamlegast urðu við nú eða kannski ekki, allt eftir eigin geðþótta. Þannig á ekki að stjórna Íslandi eða öðrum ríkjum. 6. Þetta kann þegar að vera komið fram en: maðurinn er með snert af mikilmennskubrjálæði. Ég hef ekki læknisfræðilega skilgreiningu í huga heldur hugtakið eins og það er notað fólks á meðal og allir skilja. Það þarf að losna við þennan forseta. Hvurn á þá að kjósa? Hvern sem er fremur. En Þóra Arnórsdóttir er framúrskarandi góður kostur. Glæsileg, gáfuð og vel mennt og máli farin ung íslensk kona sem mun valda þessu embætti með sóma og eftir þeirri hefð sem íslensk alþýða hefur kosið með valinu á Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur. Búandi erlendis þekki ég ekki ósköpin öll til hennar, en það sem ég hef séð segir mér að hún sé verðugur fulltrúi þess sem er best í okkur löndum. Hún vísar fram á veginn, keppinauturinn til nöturlegrar fortíðar. Mér hugnast sérstaklega vel barnamergð á Bessastöðum. Skoðanakannanir benda til að Ólafur Ragnar verði endurkjörinn. Þóra ein virðist þó geta skákað honum. Af öðrum frambjóðendum eru Ari Trausti og Herdís þau einu sem njóta einhvers teljandi stuðnings. Þau eru ekki óframbærilegt fólk. Stuðningsfólk þeirra kann sumt hvert að vilja heldur Ólaf Ragnar en Þóru, og er lítið við því að segja. Mig grunar samt að flest þeirra hugsi á hinn veginn, og skora ég á þau að gera það sem rökrétt er: kjósið Þóru. Ari Trausti gæti að mínum dómi virst alveg ásættanlegur kostur, svona almennt séð. En hann á ekki möguleika. Því er ekki heldur að neita að sá ljóður er á ráði hans að honum hefur láðst að ganga fram og gera grein fyrir sinni pólitísku fortíð—bið hann velvirðingar ef þetta hefur farið framhjá mér. Maður hefði búist við að fjölmiðlar myndu sjá til þessa, en þeir eru meira og minna ónýtir á Íslandi eins og kunnugt er. Pólitískur ferill Ólafs Ragnars hefur oft verið rifjaður upp og einhverjir vildu gera mikið mál úr því að Þóra hefði verið virk í einhverjum vinstri stúdentasamtökum, eins afdrifaríkt og það nú er eða hitt þó heldur. Ari Trausti var miklu meira en það: hann var um árabil foringi maóistasamtaka sem dýrkuðu harðstjóra og fjöldamorðingja á borð við Maó-Tse Tung og Enhver Hoxa í Albaníu og lofsömuðu stjórnarhætti þeirra. Ég ætla ekki að núa honum því um nasir að hafa fallið fyrir slíkri róttækni. Ég gerði það sjálfur, þótt ég sæi að mér hvað öfghreyfingarnar varðar um 18 ára aldur. Ari Trausti var mun lengur að, vel fram á fertugsaldur, og var forystumaður. Ég efast ekki um að hann hafi skipt um skoðun, en þegar hann sækist eftir forsetaembætti er of auðvelt að afgreiða þetta með því að segja: „Ég var ungur virkur í stjórnmálum en hef ekki skipt mér af þeim í áratugi.“ Kjósendur eiga kröfu á einarðlegra uppgjöri við þessa fortíð. Af hverju skipti Ari Trausti um skoðun? Er hann einlægur lýðræðissinni? Af hverju skjöplaðist honum svona lengi? Hefur hann umturnast langt út á hægri kantinn eins og mörg dæmi eru um? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það má kallast nokkur lýðræðisbrestur að hægt sé að verða kjörinn forseti Íslands með verulegum minnihluta greiddra atkvæða. Betra væri að hafa þann hátt á sem Frakkar gera og hafa tvær umferðir, þar sem sú síðari gerði upp á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta á fyrra kjördegi. Nú standa forsetakosningar fyrir dyrum eftir fáeina daga. Sjálfur dreg ég enga dul á að mér finnst brýnast af öllu að koma núverandi forseta frá. Af hverju er það svo brýnt? Ástæður þess hafa verið ágætlega raktar af öðrum og ætla ég ekki að tínunda þær allar en minna á nokkrar: 1. Hann er búinn að sitja lengur en eðlilegt er í lýðræðislega kjörnu embætti og hann er ekki ómissandi, síður en svo, ekki fermur en Mugabe. 2. Hann hefur aldrei verið verðugur fulltrúi íslenskrar menningar eins og Kristján og Vigdís voru. Hann skilur ekki neitt af þess háttar hlutum og hefur engan áhuga á þeim. Ég hef verið viðstaddur þar sem Ólafur Ragnar átti að flytja ávarp á menningarsamkomu á erlendri gurnd. Óskaði að jörðin myndi gleypa mig, þetta var svo óheyrilega þunnt og belgingslegt sem maðurinn sagði. Ég skammaðist mín niður í tær og það gerðu fleiri, Íslendingar og útlendingar þeim velviljaðir. 3. Maðurinn var eins og margoft hefur komið fram klappstýra, aumkunarverð þjónusta íslenskra fjárglæframanna sem lögðu efnahag landsins í rúst (vel studdir af ríkisstjórn raunar). Hann sýndi þarna fram á fullkomið dómgreinarleysi sitt. 4. Þegar Ólafur Ragnar hafði áttað sig á að klappstýrurullan átti ekki lengur upp á pallborðið hjá þjóðinni, gerðist fyrir alvöru lýðskrumari. Margt í framferiði hans minnir óneitanlega á harðstjóra og harðstjóraefni sem voru vel þekkt t.d. í fornaldarsögunni og Platon lýsir af innsæi í 9. bók Ríkisins. Þvílikir sóttu jafnan völd sín til "alþýðunnar" og litu á sig sem leiðtoga hennar. 5. Ólafur Ragnar tók sér vald sem honum bar ekki: Hann hefur brotið hefðir þessa embættis, og stefnt þignræðinu í hættu og óvissu. Eins og Björn Bjarnason (sem ég er sjaldan sammála en þó hér) lýsti nýverið minna stjórnarhættir Ólafs Ragnars á konunga sem þegnarnir lögðu bænarskrár fyrir og konungarnir náðarsamlegast urðu við nú eða kannski ekki, allt eftir eigin geðþótta. Þannig á ekki að stjórna Íslandi eða öðrum ríkjum. 6. Þetta kann þegar að vera komið fram en: maðurinn er með snert af mikilmennskubrjálæði. Ég hef ekki læknisfræðilega skilgreiningu í huga heldur hugtakið eins og það er notað fólks á meðal og allir skilja. Það þarf að losna við þennan forseta. Hvurn á þá að kjósa? Hvern sem er fremur. En Þóra Arnórsdóttir er framúrskarandi góður kostur. Glæsileg, gáfuð og vel mennt og máli farin ung íslensk kona sem mun valda þessu embætti með sóma og eftir þeirri hefð sem íslensk alþýða hefur kosið með valinu á Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur. Búandi erlendis þekki ég ekki ósköpin öll til hennar, en það sem ég hef séð segir mér að hún sé verðugur fulltrúi þess sem er best í okkur löndum. Hún vísar fram á veginn, keppinauturinn til nöturlegrar fortíðar. Mér hugnast sérstaklega vel barnamergð á Bessastöðum. Skoðanakannanir benda til að Ólafur Ragnar verði endurkjörinn. Þóra ein virðist þó geta skákað honum. Af öðrum frambjóðendum eru Ari Trausti og Herdís þau einu sem njóta einhvers teljandi stuðnings. Þau eru ekki óframbærilegt fólk. Stuðningsfólk þeirra kann sumt hvert að vilja heldur Ólaf Ragnar en Þóru, og er lítið við því að segja. Mig grunar samt að flest þeirra hugsi á hinn veginn, og skora ég á þau að gera það sem rökrétt er: kjósið Þóru. Ari Trausti gæti að mínum dómi virst alveg ásættanlegur kostur, svona almennt séð. En hann á ekki möguleika. Því er ekki heldur að neita að sá ljóður er á ráði hans að honum hefur láðst að ganga fram og gera grein fyrir sinni pólitísku fortíð—bið hann velvirðingar ef þetta hefur farið framhjá mér. Maður hefði búist við að fjölmiðlar myndu sjá til þessa, en þeir eru meira og minna ónýtir á Íslandi eins og kunnugt er. Pólitískur ferill Ólafs Ragnars hefur oft verið rifjaður upp og einhverjir vildu gera mikið mál úr því að Þóra hefði verið virk í einhverjum vinstri stúdentasamtökum, eins afdrifaríkt og það nú er eða hitt þó heldur. Ari Trausti var miklu meira en það: hann var um árabil foringi maóistasamtaka sem dýrkuðu harðstjóra og fjöldamorðingja á borð við Maó-Tse Tung og Enhver Hoxa í Albaníu og lofsömuðu stjórnarhætti þeirra. Ég ætla ekki að núa honum því um nasir að hafa fallið fyrir slíkri róttækni. Ég gerði það sjálfur, þótt ég sæi að mér hvað öfghreyfingarnar varðar um 18 ára aldur. Ari Trausti var mun lengur að, vel fram á fertugsaldur, og var forystumaður. Ég efast ekki um að hann hafi skipt um skoðun, en þegar hann sækist eftir forsetaembætti er of auðvelt að afgreiða þetta með því að segja: „Ég var ungur virkur í stjórnmálum en hef ekki skipt mér af þeim í áratugi.“ Kjósendur eiga kröfu á einarðlegra uppgjöri við þessa fortíð. Af hverju skipti Ari Trausti um skoðun? Er hann einlægur lýðræðissinni? Af hverju skjöplaðist honum svona lengi? Hefur hann umturnast langt út á hægri kantinn eins og mörg dæmi eru um?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar