Fótbolti

Enn eitt tapið hjá AC Milan - Juve vann toppslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pato í baráttunni í kvöld.
Pato í baráttunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
AC Milan tapaði enn einum leiknum í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn gegn Lazio, 3-2.

Lazio komst í 3-0 forystu í leiknu mmeð mörkum þeirra Anderson Hernanes, Antonio Candreva og Miroslav Klose.

Nigel de Jong og Stephan El Shaawary minnkuðu muninn fyrir AC Milan en nær komst liðið ekki. Þetta var fjórða tap AC Milan í síðustu sex deildarleikjum.

AC Milan er í tólfta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig að loknum átta leikjum. Juventus er á toppnu mmeð 22 stig af 24 mögulegum en fyrr í dag vann liðið 2-0 sigur á Napoli.

Martin Cacares og Paul Pogba, sem kom til liðsins frá Manchester Unitd í sumar, skoruðu mörk Juve í leiknum.

Napoli er í öðru sæti með nítján stig en þetta var fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×