Fótbolti

Inter stöðvaði Juventus - met AC Milan úr hættu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Inter-menn fögnuðu vel.
Inter-menn fögnuðu vel. Mynd/Nordic Photos/Getty
Juventus tapaði í fyrsta sinn í 49 deildarleikjum í gær þegar liðið beið Juventus ósigur á móti Inter Milan í 11. umferð ítölsku A-deildarinnar. Inter vann 3-1 þegar liðin mættust í Tórínó.

Juventus, sem lék á heimavelli, náði forystu eftir aðeins 19 sekúndur þegar Arturo Vidal skoraði. Dómarinn var jafn sofandi og varnarmenn Inter því Mirko Vucinic sem átti sendinguna á Vidal var rangstæður.

Diego Milito skoraði tvívegis í seinni hálfleik og Rodrigo Palacio gulltryggði sigurinn á lokamínútunum. Seinna mark Militos var 880. markið sem Argentínumaður skorar í ítölsku úrvalsdeildinni. Argentínskir leikmenn hafa þar með skorað einu marki meira en Brasilíumenn í ítölsku A-deildinni.

Þetta var jafnframt fyrsti ósigur Juventus í 28 leikjum á heimavelli frá því að félagið tók í notkun nýjan völl í september 2011.

Juentus þarf því að bíða enn eftir að bæta met erkifjendanna í AC Milan sem á árunum 1991-3 voru ósigraðir í 58 leikjum. Þrátt fyrir ósigurinn er Juventus enn í efsta sætinu með 28 stig eða einu meira en Inter sem er í 2. sæti. AC Milan hoppaði upp í 7. sæti þegar liðið burstaði Chievo 5-1. AC Milan er 14 stigum á eftir toppliði Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×