Arðurinn – 44:2 fyrir LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Hagstofa Íslands birti fyrir nokkrum dögum nákvæm gögn um afkomu sjávarútvegsins árið 2010. Fiskveiðiarðurinn varð það ár hvorki meira né minna en 44 milljarðar króna eða 20% af tekjunum. Fiskveiðiarðurinn er hagnaðurinn sem eftir stendur þegar búið er að draga frá tekjum í veiðum og vinnslu allan kostnað og 6% árgreiðsluvexti sem kemur í stað afskrifta og fjármagnskostnaðar. Að mati Hagstofunnar er þetta besti mælikvarðinn á afkomu greinarinnar og hafa opinberar stofnanir lengi gert svona upp. Arðinum var árið 2010 þannig skipt á milli þjóðarinnar, eigandans og handhafa kvótans að kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald. LÍÚ vann togstreituna um skiptingu arðsins 44:2. Þó bætti ríkið hlut sinn frá fyrra árinu. Árið 2009 fóru leikar þannig að gjafagróði LÍÚ varð 45 milljarðar króna en ríkið fékk 1 milljarð króna, 45:1. Fiskveiðiarðurinn verður til vegna dugnaðar og útsjónarsemi sumra útgerðarmanna sem greiða öðrum útgerðarmönnum háar fjárhæðir fyrir að fá að veiða fiskinn. Þessar greiðslur endurspegla fiskveiðiarðinn. Þegar veiðarnar eru arðbærar þá er verðið hátt. Sem dæmi þá eru greiddar meira en 200 kr. fyrir veiðiréttinn á 1 kg af ýsu og 330 kr. fyrir 1 kg af þorski. Að teknu tilliti til mögulegra ívilnana í kerfinu má segja að um 60% af fiskverðinu miðað við fiskmarkaðsverð fari til greiðslu á veiðiréttinum þegar um leigu er að ræða. Hlutfallið kann að vera lægra þegar rétturinn er keyptur til langs tíma, en það er samt ekki frábrugðið í grundvallaratriðum. Íslenskir bankamenn hafa reiknað þetta verð út. Afkoma þeirra sem veiða sinn eigin kvóta er að sjálfsögðu gríðarlega góð. Samkeppni og jafnræði í sjávarútvegi er ráðið til þess að skipta arðinum á sanngjarnan hátt. Landsmenn hafa til þessa borið byrðarnar af hruninu með hækkandi sköttum og skuldum og hlíft LÍÚ. Kerfisbreyting og jafnræði í úthlutun kvóta er forsenda þess að nota megi fiskveiðiarðinn til þess að bæta stöðu almennings. Tími gjafagróðans er liðinn. Það getur enginn lengur skorist úr leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands birti fyrir nokkrum dögum nákvæm gögn um afkomu sjávarútvegsins árið 2010. Fiskveiðiarðurinn varð það ár hvorki meira né minna en 44 milljarðar króna eða 20% af tekjunum. Fiskveiðiarðurinn er hagnaðurinn sem eftir stendur þegar búið er að draga frá tekjum í veiðum og vinnslu allan kostnað og 6% árgreiðsluvexti sem kemur í stað afskrifta og fjármagnskostnaðar. Að mati Hagstofunnar er þetta besti mælikvarðinn á afkomu greinarinnar og hafa opinberar stofnanir lengi gert svona upp. Arðinum var árið 2010 þannig skipt á milli þjóðarinnar, eigandans og handhafa kvótans að kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald. LÍÚ vann togstreituna um skiptingu arðsins 44:2. Þó bætti ríkið hlut sinn frá fyrra árinu. Árið 2009 fóru leikar þannig að gjafagróði LÍÚ varð 45 milljarðar króna en ríkið fékk 1 milljarð króna, 45:1. Fiskveiðiarðurinn verður til vegna dugnaðar og útsjónarsemi sumra útgerðarmanna sem greiða öðrum útgerðarmönnum háar fjárhæðir fyrir að fá að veiða fiskinn. Þessar greiðslur endurspegla fiskveiðiarðinn. Þegar veiðarnar eru arðbærar þá er verðið hátt. Sem dæmi þá eru greiddar meira en 200 kr. fyrir veiðiréttinn á 1 kg af ýsu og 330 kr. fyrir 1 kg af þorski. Að teknu tilliti til mögulegra ívilnana í kerfinu má segja að um 60% af fiskverðinu miðað við fiskmarkaðsverð fari til greiðslu á veiðiréttinum þegar um leigu er að ræða. Hlutfallið kann að vera lægra þegar rétturinn er keyptur til langs tíma, en það er samt ekki frábrugðið í grundvallaratriðum. Íslenskir bankamenn hafa reiknað þetta verð út. Afkoma þeirra sem veiða sinn eigin kvóta er að sjálfsögðu gríðarlega góð. Samkeppni og jafnræði í sjávarútvegi er ráðið til þess að skipta arðinum á sanngjarnan hátt. Landsmenn hafa til þessa borið byrðarnar af hruninu með hækkandi sköttum og skuldum og hlíft LÍÚ. Kerfisbreyting og jafnræði í úthlutun kvóta er forsenda þess að nota megi fiskveiðiarðinn til þess að bæta stöðu almennings. Tími gjafagróðans er liðinn. Það getur enginn lengur skorist úr leik.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun