Kyn og loftslagsbreytingar, verkefni í Úganda Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga verða líklega meiri á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Í þeim löndum bera konur yfirleitt ábyrgð á vinnu við ræktun matvæla, söfnun eldiviðar og vatnsöflun til heimilisins, til viðbótar öðrum verkum. Það eru því konur sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem valda þurrkum og lélegri uppskeru, lengja leiðina að vatnsbólum eða gera aðgengi erfiðara að eldiviði. Konur búa líka yfir mikilvægu afli til breytinga. Aukin völd og menntun kvenna er ein áhrifaríkasta leiðin til bættrar framtíðar mannkyns alls. Það má til sanns vegar færa í loftslagsmálum. Kynjasjónarmið mikilvægÍsland hefur sett kynjasjónarmið á oddinn í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum undanfarin ár. Bæði er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða beggja kynja við mótun aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum, og eins að samþætta þau þeim aðgerðum sem snúa að aðlögun að breytingum sem orsakast af loftslagsvandanum. Aukin þátttaka kvenna í verkefnum tengdum loftslagsmálum, ekki síst ákvarðanatöku, er mikilvægur þáttur þess að ná árangri í að vinna gegn loftslagsvandanum. Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomulagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast loftslagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest. Þeirra á meðal eru fátæk ríki í Afríku sunnan Sahara, sem eru þau lönd sem talið er að muni eiga hvað erfiðast með að aðlaga sig breytingum í loftslagi. Þorri íbúa þar eru smábændur sem lifa af sjálfsþurftarbúskap sem byggir á aðgangi að landi og náttúru. Þessi stóri hópur er því hvað viðkvæmastur fyrir loftslagsbreytingum sem hafa öfgar í veðurfari í för með sér. Samstarf við ÚgandaÚganda í austurhluta Afríku er eitt þessara landa. Nú hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að ganga til samstarfs við stjórnvöld Íslands, Noregs og Danmerkur, um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerðum landsins til að takast á við loftslagsbreytingar. Verkefnið er margþætt. Það felur í sér rannsóknir á vegum Makerere háskóla, stefnumótun, undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum samningaviðræðum, ráðstefnu og gerð heimildamyndar. Jafnframt verða skipulögð námskeið fyrir sérfræðinga úr ýmsum geirum í landinu, s.s. ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum og héraðsstjórnum. Alþjóðlegum jafnréttisskóla Háskóla Íslands (GEST) hefur verið falin ábyrgð á gerð námsefnisins og framkvæmd námskeiðanna en umhverfisráðuneytið leggur sérfræðiþekkingu til verkefnisins. Hér á landi hafa dvalið úgandískir sérfræðingar til að vinna að gerð námsefnisins með íslenskum sérfræðingum á sviði umhverfis-, loftslags- og jafnréttismála. Stefnt er að því að halda þrjú námskeið í mismunandi hlutum Úganda síðar á árinu, með það að markmiði að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga. Fyrsta námskeiðið verður í bænum Mbale í austur Úganda um miðjan mars og er gert ráð fyrir um 35 þátttakendum á því. Takist vel til með framkvæmd þessa er stefnt að því að sambærileg verkefni byggð á reynslunni frá Úganda geti farið af stað í öðrum löndum. Hugmyndum hrint í framkvæmdÍsland lagði til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál fyrir þremur árum, en þá var engin slík tilvísun til staðar í samningstextum. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði þar að lútandi inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Nú er tekið nýtt og mikilvægt skref á þessari vegferð, þegar hugmyndum um jafnréttissjónarmið í loftslagsmálum verður hrint í framkvæmd þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir einna mest. Með áframhaldandi starfi leggur Ísland lóð sín á vogarskálarnar í einu mesta jafnréttismáli samtímans, en loftslagsmálin varða framtíð mannkyns og allra þjóða. Þar er aðkoma beggja kynja nauðsynleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga verða líklega meiri á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Í þeim löndum bera konur yfirleitt ábyrgð á vinnu við ræktun matvæla, söfnun eldiviðar og vatnsöflun til heimilisins, til viðbótar öðrum verkum. Það eru því konur sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem valda þurrkum og lélegri uppskeru, lengja leiðina að vatnsbólum eða gera aðgengi erfiðara að eldiviði. Konur búa líka yfir mikilvægu afli til breytinga. Aukin völd og menntun kvenna er ein áhrifaríkasta leiðin til bættrar framtíðar mannkyns alls. Það má til sanns vegar færa í loftslagsmálum. Kynjasjónarmið mikilvægÍsland hefur sett kynjasjónarmið á oddinn í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum undanfarin ár. Bæði er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða beggja kynja við mótun aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum, og eins að samþætta þau þeim aðgerðum sem snúa að aðlögun að breytingum sem orsakast af loftslagsvandanum. Aukin þátttaka kvenna í verkefnum tengdum loftslagsmálum, ekki síst ákvarðanatöku, er mikilvægur þáttur þess að ná árangri í að vinna gegn loftslagsvandanum. Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomulagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast loftslagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest. Þeirra á meðal eru fátæk ríki í Afríku sunnan Sahara, sem eru þau lönd sem talið er að muni eiga hvað erfiðast með að aðlaga sig breytingum í loftslagi. Þorri íbúa þar eru smábændur sem lifa af sjálfsþurftarbúskap sem byggir á aðgangi að landi og náttúru. Þessi stóri hópur er því hvað viðkvæmastur fyrir loftslagsbreytingum sem hafa öfgar í veðurfari í för með sér. Samstarf við ÚgandaÚganda í austurhluta Afríku er eitt þessara landa. Nú hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að ganga til samstarfs við stjórnvöld Íslands, Noregs og Danmerkur, um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerðum landsins til að takast á við loftslagsbreytingar. Verkefnið er margþætt. Það felur í sér rannsóknir á vegum Makerere háskóla, stefnumótun, undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum samningaviðræðum, ráðstefnu og gerð heimildamyndar. Jafnframt verða skipulögð námskeið fyrir sérfræðinga úr ýmsum geirum í landinu, s.s. ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum og héraðsstjórnum. Alþjóðlegum jafnréttisskóla Háskóla Íslands (GEST) hefur verið falin ábyrgð á gerð námsefnisins og framkvæmd námskeiðanna en umhverfisráðuneytið leggur sérfræðiþekkingu til verkefnisins. Hér á landi hafa dvalið úgandískir sérfræðingar til að vinna að gerð námsefnisins með íslenskum sérfræðingum á sviði umhverfis-, loftslags- og jafnréttismála. Stefnt er að því að halda þrjú námskeið í mismunandi hlutum Úganda síðar á árinu, með það að markmiði að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga. Fyrsta námskeiðið verður í bænum Mbale í austur Úganda um miðjan mars og er gert ráð fyrir um 35 þátttakendum á því. Takist vel til með framkvæmd þessa er stefnt að því að sambærileg verkefni byggð á reynslunni frá Úganda geti farið af stað í öðrum löndum. Hugmyndum hrint í framkvæmdÍsland lagði til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál fyrir þremur árum, en þá var engin slík tilvísun til staðar í samningstextum. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði þar að lútandi inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Nú er tekið nýtt og mikilvægt skref á þessari vegferð, þegar hugmyndum um jafnréttissjónarmið í loftslagsmálum verður hrint í framkvæmd þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir einna mest. Með áframhaldandi starfi leggur Ísland lóð sín á vogarskálarnar í einu mesta jafnréttismáli samtímans, en loftslagsmálin varða framtíð mannkyns og allra þjóða. Þar er aðkoma beggja kynja nauðsynleg.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun