Svívirðilegt níð Jakob F. Ásgeirsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Í Fréttablaðinu í gær birtist makalaus bókaumsögn um eina af útgáfubókum Uglu, Líf Keiths Richards, sem kom út fyrir jólin og hefur almennt fengið hinar bestu viðtökur. Bókaumsögnin er tilhæfulaus og andstyggileg persónuleg árás á þýðanda bókarinnar, Elínu Guðmundsdóttur, og útgefanda hennar. Orðrétt segir ritdómarinn, Friðrika Benónýsdóttir, í Fréttablaðinu í gær: „Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er í einu orði sagt hræðileg. Enskan er þýdd nánast orð fyrir orð þannig að setningaskipanin er algjörlega ensk en ekki íslensk og úr verður hálfgerð málleysa sem lesandinn stendur sig að að þýða jafnóðum í huganum til að setningarnar öðlist merkingu. Hugtök úr tónlistarheiminum eru rangþýdd, skipt er um tíð í miðjum setningum og svona mætti nánast áfram telja. Það er móðgun bæði við höfunda og lesendur að gefa út slíka hrákasmíð." Á þessu er síðan hnykkt í útdrætti sem kallaður er „niðurstaða": „Þýðingin er…afspyrnu léleg og ættu þeir sem tök hafa á að nálgast bókina á frummálinu." Svo mörg voru þau orð. Nú veit ég hvorki haus né sporð á Friðriku þessari Benónýsdóttur, en það er ljóst af þessum skrifum hennar að hún veit ekkert um skriftir og útgáfu bóka. Hér er um að ræða 520 bls. bók. Þýðingin var vandasöm þar sem koma þurfti til skila alls konar talmáls- og gítarsslangri. Þegar Elín hafði lokið verki sínu var þýðingin lesin vandlega yfir af hálfu forlagsins. Jafnframt var málhagur gítarleikari fenginn til að lesa þýðinguna yfir sérstaklega með tilliti til gítarsslangursins, en sjálf er Elín m.a. menntuð í tónlist. Þegar athugasemdir vegna þessara yfirlestra höfðu verið færðar inn tók við vandaður handritalestur þar sem enski textinn og þýðingin voru borin saman eftir því sem kostur var. Síðan var bókin brotin um og tvær síðuprófarkir lesnar af valinkunnum prófarkalesara utan forlagsins. Fjórir menn með áratugalanga reynslu af handrita- og prófarkalestri komu sem sagt að því verki að búa þýðingu þessa til prentunar. Þeir voru allir ánægðir með þýðinguna, þótt þeir hefðu vafalaust viljað hafa lengri tíma til yfirlestrar, enda verkið langt og álitamálin mörg. Þótt sjálfsagt megi finna eitt og annað að þýðingunni, jafnvel einstaka rangþýðingar, og sumt sé ekki að smekk allra, þá nær engri átt að halda því fram að ekki hafi verið vandað til útgáfu þessarar bókar. Enda verður Friðriku Benónýsdóttur það á að segja að bókin sé „bráðskemmtileg aflestrar", sem getur nú varla verið ef þýðingin er svo slæm að lesandinn þurfi í sífellu að endurþýða sjálfur í huganum til að fá botn í textann! Ekki veit ég hvaða hvatir búa að baki þessum svívirðilegu níðskrifum Friðriku Benónýsdóttur sem Ólafur Þ. Stephensen, ábyrgðarmaður Fréttablaðsins, telur sér sæma að birta í blaði sínu og dreifa inn á nánast hvert heimili í landinu. Í yfir 80 þúsund eintökum er prentuð sú óvanalega ráðlegging til landsmanna að kaupa alls ekki íslenska þýðingu þessarar bókar, en fólki bent á að lesa bókina á frummálinu. Kannski telja Friðrika og Ólafur að þau sé að þjóna húsbændum sínum, en þau eru sem kunnugt er í þjónustu hrunvaldsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og klíku hans. Ugla hefur nefnilega gefið út bækur sem hrunvaldurinn Jón Ásgeir vill banna og Ugla gefur út tímaritið Þjóðmál þar sem stundum er tekið í lurginn á hrunvöldunum. Þegar það gerist hlaupa búðarþjónar Baugs undantekningalítið til og kasta skít í Þjóðmál á síðum Fréttablaðsins. (Þar hefur eiginlega aldrei birst jákvætt orð um Þjóðmál, enda vita starfsmenn blaðsins vafalaust hvað til síns friðar heyrir.) Jú, ugglaust er það rétt metið hjá sannnefndum ritstjóra útrásarvíkinganna að Ugla verður fyrir umtalsverðum tekjumissi þegar þeirri ráðleggingu er dreift inn á hvert heimili í landinu að kaupa alls ekki eina af fáum útgáfubókum hennar sem líkleg var til vinsælda í sumar. En hvers á Elín Guðmundsdóttir að gjalda? Hún hefur lifibrauð sitt af þýðingum. Mun einhver útgefandi vilja ráða hana í vinnu eftir slíka umsögn? Mun Bókmenntasjóður styrkja útgefanda til að gefa út þýðingu eftir Elínu Guðmundsdóttur? Vonandi. Því þrátt fyrir allt sem gengið hefur yfir þetta land í seinni tíð er hér ennþá til heiðvirt, sómakært og kurteist fólk sem hafa vill það sem sannara reynist. Í Morgunblaðinu fyrir jól birtist ritdómur um sömu þýðingu og Fréttablaðið úthúðaði í gær. Þar fær þýðingin og bókin fjórar stjörnur. Ritdómarinn, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, hefur áratugalanga reynslu af meðferð bæði íslenskrar og enskrar tungu. Hann skrifar svo um íslensku þýðinguna á Lífi Keiths Richards: „Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er til fyrirmyndar, hnökralaus og læsileg." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Orðheppinn götustrákur Skemmtileg bók en þýðingin er hins vegar afspyrnu léleg og ættu þeir sem tök hafa á að nálgast bókina á frummálinu. 21. mars 2012 17:03 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær birtist makalaus bókaumsögn um eina af útgáfubókum Uglu, Líf Keiths Richards, sem kom út fyrir jólin og hefur almennt fengið hinar bestu viðtökur. Bókaumsögnin er tilhæfulaus og andstyggileg persónuleg árás á þýðanda bókarinnar, Elínu Guðmundsdóttur, og útgefanda hennar. Orðrétt segir ritdómarinn, Friðrika Benónýsdóttir, í Fréttablaðinu í gær: „Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er í einu orði sagt hræðileg. Enskan er þýdd nánast orð fyrir orð þannig að setningaskipanin er algjörlega ensk en ekki íslensk og úr verður hálfgerð málleysa sem lesandinn stendur sig að að þýða jafnóðum í huganum til að setningarnar öðlist merkingu. Hugtök úr tónlistarheiminum eru rangþýdd, skipt er um tíð í miðjum setningum og svona mætti nánast áfram telja. Það er móðgun bæði við höfunda og lesendur að gefa út slíka hrákasmíð." Á þessu er síðan hnykkt í útdrætti sem kallaður er „niðurstaða": „Þýðingin er…afspyrnu léleg og ættu þeir sem tök hafa á að nálgast bókina á frummálinu." Svo mörg voru þau orð. Nú veit ég hvorki haus né sporð á Friðriku þessari Benónýsdóttur, en það er ljóst af þessum skrifum hennar að hún veit ekkert um skriftir og útgáfu bóka. Hér er um að ræða 520 bls. bók. Þýðingin var vandasöm þar sem koma þurfti til skila alls konar talmáls- og gítarsslangri. Þegar Elín hafði lokið verki sínu var þýðingin lesin vandlega yfir af hálfu forlagsins. Jafnframt var málhagur gítarleikari fenginn til að lesa þýðinguna yfir sérstaklega með tilliti til gítarsslangursins, en sjálf er Elín m.a. menntuð í tónlist. Þegar athugasemdir vegna þessara yfirlestra höfðu verið færðar inn tók við vandaður handritalestur þar sem enski textinn og þýðingin voru borin saman eftir því sem kostur var. Síðan var bókin brotin um og tvær síðuprófarkir lesnar af valinkunnum prófarkalesara utan forlagsins. Fjórir menn með áratugalanga reynslu af handrita- og prófarkalestri komu sem sagt að því verki að búa þýðingu þessa til prentunar. Þeir voru allir ánægðir með þýðinguna, þótt þeir hefðu vafalaust viljað hafa lengri tíma til yfirlestrar, enda verkið langt og álitamálin mörg. Þótt sjálfsagt megi finna eitt og annað að þýðingunni, jafnvel einstaka rangþýðingar, og sumt sé ekki að smekk allra, þá nær engri átt að halda því fram að ekki hafi verið vandað til útgáfu þessarar bókar. Enda verður Friðriku Benónýsdóttur það á að segja að bókin sé „bráðskemmtileg aflestrar", sem getur nú varla verið ef þýðingin er svo slæm að lesandinn þurfi í sífellu að endurþýða sjálfur í huganum til að fá botn í textann! Ekki veit ég hvaða hvatir búa að baki þessum svívirðilegu níðskrifum Friðriku Benónýsdóttur sem Ólafur Þ. Stephensen, ábyrgðarmaður Fréttablaðsins, telur sér sæma að birta í blaði sínu og dreifa inn á nánast hvert heimili í landinu. Í yfir 80 þúsund eintökum er prentuð sú óvanalega ráðlegging til landsmanna að kaupa alls ekki íslenska þýðingu þessarar bókar, en fólki bent á að lesa bókina á frummálinu. Kannski telja Friðrika og Ólafur að þau sé að þjóna húsbændum sínum, en þau eru sem kunnugt er í þjónustu hrunvaldsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og klíku hans. Ugla hefur nefnilega gefið út bækur sem hrunvaldurinn Jón Ásgeir vill banna og Ugla gefur út tímaritið Þjóðmál þar sem stundum er tekið í lurginn á hrunvöldunum. Þegar það gerist hlaupa búðarþjónar Baugs undantekningalítið til og kasta skít í Þjóðmál á síðum Fréttablaðsins. (Þar hefur eiginlega aldrei birst jákvætt orð um Þjóðmál, enda vita starfsmenn blaðsins vafalaust hvað til síns friðar heyrir.) Jú, ugglaust er það rétt metið hjá sannnefndum ritstjóra útrásarvíkinganna að Ugla verður fyrir umtalsverðum tekjumissi þegar þeirri ráðleggingu er dreift inn á hvert heimili í landinu að kaupa alls ekki eina af fáum útgáfubókum hennar sem líkleg var til vinsælda í sumar. En hvers á Elín Guðmundsdóttir að gjalda? Hún hefur lifibrauð sitt af þýðingum. Mun einhver útgefandi vilja ráða hana í vinnu eftir slíka umsögn? Mun Bókmenntasjóður styrkja útgefanda til að gefa út þýðingu eftir Elínu Guðmundsdóttur? Vonandi. Því þrátt fyrir allt sem gengið hefur yfir þetta land í seinni tíð er hér ennþá til heiðvirt, sómakært og kurteist fólk sem hafa vill það sem sannara reynist. Í Morgunblaðinu fyrir jól birtist ritdómur um sömu þýðingu og Fréttablaðið úthúðaði í gær. Þar fær þýðingin og bókin fjórar stjörnur. Ritdómarinn, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, hefur áratugalanga reynslu af meðferð bæði íslenskrar og enskrar tungu. Hann skrifar svo um íslensku þýðinguna á Lífi Keiths Richards: „Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er til fyrirmyndar, hnökralaus og læsileg."
Orðheppinn götustrákur Skemmtileg bók en þýðingin er hins vegar afspyrnu léleg og ættu þeir sem tök hafa á að nálgast bókina á frummálinu. 21. mars 2012 17:03
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun