Tökum gestasprettinn Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2012 06:00 Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir!Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til viðbótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álagsblettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverktakarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstraraðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til langframa. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nánasta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokinNú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjarlægður af stéttarbrúnum á laugardag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgarsáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn miðborgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir!Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til viðbótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álagsblettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverktakarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstraraðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til langframa. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nánasta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokinNú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjarlægður af stéttarbrúnum á laugardag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgarsáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn miðborgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja!
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar