Ég kæri mig ekki um þennan stimpil! Dagmar Ýr Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 06:00 Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun