Það er kominn tími til að breyta Þóra Arnórsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun