Ímynd Íslands, atvinnulífið og forsetinn Hjörtur Smárason skrifar 29. júní 2012 14:00 Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Styrking íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu er eitt af megin verkefnum forseta Íslands og mikilvægt að hann kynni íslensk fyrirtæki og íslenskt hugvit á erlendum vettvangi. Í krafti embættis síns getur forsetinn opnað dyr að nýjum mörkuðum, komið á verðmætum tengslum milli fyrirtækja og fjárfesta og lagt lóð á vogarskálarnar með þátttöku í ráðstefnum, fundum og viðburðum sem mikilvægir eru fyrir útrás og kynningu íslenskra fyrirtækja. Framtíð íslensks atvinnulífs veltur á öflugu nýsköpunar- og sprotaumhverfi og aðgengi þess að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum. Bein þátttaka forsetans er mikilvæg en verður þó alltaf að vera innan ákveðins ramma til að koma í veg fyrir að forsetinn flækist inn í spillingu eða geti endað sem leiksoppur voldugra auðmanna. En forsetinn getur haft jafnvel enn víðtækari áhrif með öðrum hætti sem nýtist jafnt fyrirtækjum, stórum og smáum og hinum skapandi greinum. Ímynd Íslands skiptir verulegu máli fyrir möguleika íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og ekki hvað síst fyrir sölu ferðaþjónustuaðila á Íslandi sem áfangastað. Hvað það segir fólki að eitthvað fyrirtæki sé frá Íslandi getur haft veruleg áhrif á það hvernig samningaviðræður ganga, hvort það sé strax afskrifað við fyrstu kynni eða veki forvitni og áhuga á að vita meira. Ísland hefur getið sér gott orð fyrir frumlegan og framsækinn hugsanahátt. Þar vega þyngst listamenn eins og Björk og Sigurrós en ekki síður sterk staða kvenna og samkynhneigðra. Sú ímynd hófst með valinu á Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kjörna þjóðarleiðtoga heims sem var kona. Sú kosning vakti mikla athygli og aðdáun erlendis og hefur enn áhrif á ímynd Íslands enda var þar brotið blað í jafnréttisbaráttu kvenna. Sömu sögu er að segja um árangur í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Við eigum líka nýsköpunarfyrirtæki sem hafa vakið verðskuldaða athygli af sömu ástæðu eins og CCP og Össur, Datamarket, Nikita og fjöldi annarra. Þess vegna langar mig til að biðja fólk sem á lífsviðurværi sitt undir útflutningi eða ímynd Íslands með einum eða öðrum hætti að íhuga eftirfarandi spurningar: Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að vekja athygli og áhuga heimspressunnar? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að verða eftirsóttur fyrirlesari og gestur á ráðstefnum og samkomum? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem brautryðjandi þjóðar sem þorir? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem þjóðar sem sé framsýn í hugsun og nálgunum? Hvaða frambjóðandi er þar af leiðandi líklegastur til að gagnast atvinnulífinu í heild sinni, ekki bara einstökum fyrirtækjum, sem forseti? Það þykir sérstakt ef að forsetakosningar í jafnlitlu ríki og á Íslandi fá yfir höfuð nokkra athygli af heimspressunni. Samt sem áður hafa sjónvarpsstöðvar, dagblöð og tímarit um alla Evrópu og reyndar víða um heim fylgst grant með einum frambjóðandanum - Þóru Arnórsdóttur. Það að forsetaframbjóðandi fái jafn mikla athygli fyrir kosningar og Þóra hefur fengið er algjörlega einstakt og sýnir okkur að þó að það eigi ekki að skipta okkur máli hér á Íslandi hvort forsetinn sé gamall karl eða ung kona, þá vekur framboð hennar heimsathygli. Ástæðan er einfaldlega sú að möguleiki einhvers í hennar stöðu á að verða forseti er óhugsandi víðast hvar annars staðar í heiminum. Við höfum tækifæri til þess að setja einstakt fordæmi fyrir umheiminn og að verða konum - og feðrum - innblástur og fyrirmynd. Við höfum tækifæri til að velja okkur fulltrúa sem mun vekja áhuga og forvitni á landi og þjóð - og afurðum okkar. Sýnum hugrekki. Verum framsýn. Styrkjum ímynd Íslands. Kjósum Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Styrking íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu er eitt af megin verkefnum forseta Íslands og mikilvægt að hann kynni íslensk fyrirtæki og íslenskt hugvit á erlendum vettvangi. Í krafti embættis síns getur forsetinn opnað dyr að nýjum mörkuðum, komið á verðmætum tengslum milli fyrirtækja og fjárfesta og lagt lóð á vogarskálarnar með þátttöku í ráðstefnum, fundum og viðburðum sem mikilvægir eru fyrir útrás og kynningu íslenskra fyrirtækja. Framtíð íslensks atvinnulífs veltur á öflugu nýsköpunar- og sprotaumhverfi og aðgengi þess að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum. Bein þátttaka forsetans er mikilvæg en verður þó alltaf að vera innan ákveðins ramma til að koma í veg fyrir að forsetinn flækist inn í spillingu eða geti endað sem leiksoppur voldugra auðmanna. En forsetinn getur haft jafnvel enn víðtækari áhrif með öðrum hætti sem nýtist jafnt fyrirtækjum, stórum og smáum og hinum skapandi greinum. Ímynd Íslands skiptir verulegu máli fyrir möguleika íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og ekki hvað síst fyrir sölu ferðaþjónustuaðila á Íslandi sem áfangastað. Hvað það segir fólki að eitthvað fyrirtæki sé frá Íslandi getur haft veruleg áhrif á það hvernig samningaviðræður ganga, hvort það sé strax afskrifað við fyrstu kynni eða veki forvitni og áhuga á að vita meira. Ísland hefur getið sér gott orð fyrir frumlegan og framsækinn hugsanahátt. Þar vega þyngst listamenn eins og Björk og Sigurrós en ekki síður sterk staða kvenna og samkynhneigðra. Sú ímynd hófst með valinu á Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kjörna þjóðarleiðtoga heims sem var kona. Sú kosning vakti mikla athygli og aðdáun erlendis og hefur enn áhrif á ímynd Íslands enda var þar brotið blað í jafnréttisbaráttu kvenna. Sömu sögu er að segja um árangur í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Við eigum líka nýsköpunarfyrirtæki sem hafa vakið verðskuldaða athygli af sömu ástæðu eins og CCP og Össur, Datamarket, Nikita og fjöldi annarra. Þess vegna langar mig til að biðja fólk sem á lífsviðurværi sitt undir útflutningi eða ímynd Íslands með einum eða öðrum hætti að íhuga eftirfarandi spurningar: Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að vekja athygli og áhuga heimspressunnar? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að verða eftirsóttur fyrirlesari og gestur á ráðstefnum og samkomum? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem brautryðjandi þjóðar sem þorir? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem þjóðar sem sé framsýn í hugsun og nálgunum? Hvaða frambjóðandi er þar af leiðandi líklegastur til að gagnast atvinnulífinu í heild sinni, ekki bara einstökum fyrirtækjum, sem forseti? Það þykir sérstakt ef að forsetakosningar í jafnlitlu ríki og á Íslandi fá yfir höfuð nokkra athygli af heimspressunni. Samt sem áður hafa sjónvarpsstöðvar, dagblöð og tímarit um alla Evrópu og reyndar víða um heim fylgst grant með einum frambjóðandanum - Þóru Arnórsdóttur. Það að forsetaframbjóðandi fái jafn mikla athygli fyrir kosningar og Þóra hefur fengið er algjörlega einstakt og sýnir okkur að þó að það eigi ekki að skipta okkur máli hér á Íslandi hvort forsetinn sé gamall karl eða ung kona, þá vekur framboð hennar heimsathygli. Ástæðan er einfaldlega sú að möguleiki einhvers í hennar stöðu á að verða forseti er óhugsandi víðast hvar annars staðar í heiminum. Við höfum tækifæri til þess að setja einstakt fordæmi fyrir umheiminn og að verða konum - og feðrum - innblástur og fyrirmynd. Við höfum tækifæri til að velja okkur fulltrúa sem mun vekja áhuga og forvitni á landi og þjóð - og afurðum okkar. Sýnum hugrekki. Verum framsýn. Styrkjum ímynd Íslands. Kjósum Þóru.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun