Jákvæð samræða eða dómharka og stimplun? Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfélaginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhúsborðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmtilegt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dregið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönnum okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoðunum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfélagið og koma þannig fram við samferðamenn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dómhörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstaklinga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða samferðafólk sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfélaginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhúsborðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmtilegt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dregið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönnum okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoðunum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfélagið og koma þannig fram við samferðamenn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dómhörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstaklinga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða samferðafólk sitt.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun