Björt framtíð Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Björt framtíð mun ekki lofa gulli og grænum skógum né draga kanínur úr hatti. Við viljum stunda stjórnmál af ábyrgð. Mörg stærstu og mikilvægustu viðfangsefni þjóðarinnar eru vandmeðfarin og yfirgripsmikil. Úrlausn þeirra krefst samræðu margra einstaklinga. Þess vegna er það eitt af markmiðum Bjartrar framtíðar að innleiða traust í samfélaginu, hvers á öðru og á upplýstri samræðu okkar á milli. Þetta viljum við gera með því að byrja sjálf að treysta og vera sjálf traustsins verð. Viðfangsefnin blasa við. Á Íslandi þarf meiri fjölbreytni. Samfélag er betra eftir því sem möguleikar fólks til þess að nýta hæfileika sína eru fleiri. Þess vegna höfðum við frumkvæði að gerð fjárfestingaáætlunar, sem ýtt hefur verið úr vör, þar sem áhersla er lögð á að efla vaxandi atvinnugreinar, aðrar en hinar hefðbundnu. Ísland þarfnast líka stöðugleika. Sumir fagna sveiflunum. Við gerum það ekki. Við viljum skapa á Íslandi samfélag þar sem fólk getur keypt bíl og íbúð án þess að gerast spákaupmenn. Þar sem fólk borgar skaplega vexti í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við viljum að fólk geti gert plön fyrir sjálft sig og fyrirtæki sín. Sveiflurnar eru afleitar fyrir smátt samfélag. Maður þekkir mann. Þeir sem eru inn undir afla, aðrir tapa. Tækifærin eru ekki jöfn. Björt framtíð vill skora klíkusamfélagið og sérhagsmunasamfélagið á hólm og innleiða fjölbreytt og stöðugt samfélag jafnari tækifæra, þar sem fagmennska borgar sig, þar sem rök halda, upplýsingar og menntun skiptir máli og þar sem erfiði einstaklinga endar í góðri uppskeru. Það er marghliða verkefni og metnaðarfullt. Við viljum að Íslendingar allir njóti góðs af auðlindunum ásamt þeim sem nýta þær. Í arðinum af auðlindunum liggur besta og áþreifanlegasta tækifærið til þess að skapa hinn breiða grunn fyrir fjölbreytni sem okkur er tíðrætt um. Milljarðar geta nýst til þess að treysta velferðarkerfið, efla stuðning við nýsköpun og lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Þannig vöxum við og döfnum. Tvennt verður þó alltaf að liggja til grundvallar: Virðing fyrir umhverfinu og virðing fyrir mannréttindum. Björt framtíð er grænn flokkur. Allur vöxtur og öll velferð verður að byggja á jafnvægi. Við verðum að umgangast umhverfi okkar og náttúru þannig að komandi kynslóðir njóti góðs til jafns við okkur. Þannig tengjast í raun umhverfismál mannréttindum, eins og orðað er ágætlega í drögum að nýrri stjórnarskrá. Hér hefur verið tæpt á grundvallaratriðum. Ályktun um þjóðfélagsmál, í stóru sem smáu, bíður umfjöllunar á væntanlegum stjórnarfundi. Við köllum hana Ályktun nr. 1. Svo opnum við einnig heimasíðu bráðum sem heitir Heimasidan.is. Þar ætlum við að hafa málefnastarfið. Við hvetjum fólk til þess að taka þátt. Fátt er mikilvægara í lýðræðisríki en að fólk taki þátt. Ef stjórnmál eru leiðinleg, öfgar ráða ríkjum og niðurrif, er hætt við að fáir vilji taka þátt. Stjórnmál verða geislavirk. Svið fyrir fáa. Þetta hefur gerst á Íslandi. Því skyldi enginn gera lítið úr enn einu markmiði sem Björt framtíð hefur sett sér: Að gera stjórnmál skemmtileg, innihaldsrík og uppbyggileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Björt framtíð mun ekki lofa gulli og grænum skógum né draga kanínur úr hatti. Við viljum stunda stjórnmál af ábyrgð. Mörg stærstu og mikilvægustu viðfangsefni þjóðarinnar eru vandmeðfarin og yfirgripsmikil. Úrlausn þeirra krefst samræðu margra einstaklinga. Þess vegna er það eitt af markmiðum Bjartrar framtíðar að innleiða traust í samfélaginu, hvers á öðru og á upplýstri samræðu okkar á milli. Þetta viljum við gera með því að byrja sjálf að treysta og vera sjálf traustsins verð. Viðfangsefnin blasa við. Á Íslandi þarf meiri fjölbreytni. Samfélag er betra eftir því sem möguleikar fólks til þess að nýta hæfileika sína eru fleiri. Þess vegna höfðum við frumkvæði að gerð fjárfestingaáætlunar, sem ýtt hefur verið úr vör, þar sem áhersla er lögð á að efla vaxandi atvinnugreinar, aðrar en hinar hefðbundnu. Ísland þarfnast líka stöðugleika. Sumir fagna sveiflunum. Við gerum það ekki. Við viljum skapa á Íslandi samfélag þar sem fólk getur keypt bíl og íbúð án þess að gerast spákaupmenn. Þar sem fólk borgar skaplega vexti í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við viljum að fólk geti gert plön fyrir sjálft sig og fyrirtæki sín. Sveiflurnar eru afleitar fyrir smátt samfélag. Maður þekkir mann. Þeir sem eru inn undir afla, aðrir tapa. Tækifærin eru ekki jöfn. Björt framtíð vill skora klíkusamfélagið og sérhagsmunasamfélagið á hólm og innleiða fjölbreytt og stöðugt samfélag jafnari tækifæra, þar sem fagmennska borgar sig, þar sem rök halda, upplýsingar og menntun skiptir máli og þar sem erfiði einstaklinga endar í góðri uppskeru. Það er marghliða verkefni og metnaðarfullt. Við viljum að Íslendingar allir njóti góðs af auðlindunum ásamt þeim sem nýta þær. Í arðinum af auðlindunum liggur besta og áþreifanlegasta tækifærið til þess að skapa hinn breiða grunn fyrir fjölbreytni sem okkur er tíðrætt um. Milljarðar geta nýst til þess að treysta velferðarkerfið, efla stuðning við nýsköpun og lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Þannig vöxum við og döfnum. Tvennt verður þó alltaf að liggja til grundvallar: Virðing fyrir umhverfinu og virðing fyrir mannréttindum. Björt framtíð er grænn flokkur. Allur vöxtur og öll velferð verður að byggja á jafnvægi. Við verðum að umgangast umhverfi okkar og náttúru þannig að komandi kynslóðir njóti góðs til jafns við okkur. Þannig tengjast í raun umhverfismál mannréttindum, eins og orðað er ágætlega í drögum að nýrri stjórnarskrá. Hér hefur verið tæpt á grundvallaratriðum. Ályktun um þjóðfélagsmál, í stóru sem smáu, bíður umfjöllunar á væntanlegum stjórnarfundi. Við köllum hana Ályktun nr. 1. Svo opnum við einnig heimasíðu bráðum sem heitir Heimasidan.is. Þar ætlum við að hafa málefnastarfið. Við hvetjum fólk til þess að taka þátt. Fátt er mikilvægara í lýðræðisríki en að fólk taki þátt. Ef stjórnmál eru leiðinleg, öfgar ráða ríkjum og niðurrif, er hætt við að fáir vilji taka þátt. Stjórnmál verða geislavirk. Svið fyrir fáa. Þetta hefur gerst á Íslandi. Því skyldi enginn gera lítið úr enn einu markmiði sem Björt framtíð hefur sett sér: Að gera stjórnmál skemmtileg, innihaldsrík og uppbyggileg.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun