Björt framtíð Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Björt framtíð mun ekki lofa gulli og grænum skógum né draga kanínur úr hatti. Við viljum stunda stjórnmál af ábyrgð. Mörg stærstu og mikilvægustu viðfangsefni þjóðarinnar eru vandmeðfarin og yfirgripsmikil. Úrlausn þeirra krefst samræðu margra einstaklinga. Þess vegna er það eitt af markmiðum Bjartrar framtíðar að innleiða traust í samfélaginu, hvers á öðru og á upplýstri samræðu okkar á milli. Þetta viljum við gera með því að byrja sjálf að treysta og vera sjálf traustsins verð. Viðfangsefnin blasa við. Á Íslandi þarf meiri fjölbreytni. Samfélag er betra eftir því sem möguleikar fólks til þess að nýta hæfileika sína eru fleiri. Þess vegna höfðum við frumkvæði að gerð fjárfestingaáætlunar, sem ýtt hefur verið úr vör, þar sem áhersla er lögð á að efla vaxandi atvinnugreinar, aðrar en hinar hefðbundnu. Ísland þarfnast líka stöðugleika. Sumir fagna sveiflunum. Við gerum það ekki. Við viljum skapa á Íslandi samfélag þar sem fólk getur keypt bíl og íbúð án þess að gerast spákaupmenn. Þar sem fólk borgar skaplega vexti í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við viljum að fólk geti gert plön fyrir sjálft sig og fyrirtæki sín. Sveiflurnar eru afleitar fyrir smátt samfélag. Maður þekkir mann. Þeir sem eru inn undir afla, aðrir tapa. Tækifærin eru ekki jöfn. Björt framtíð vill skora klíkusamfélagið og sérhagsmunasamfélagið á hólm og innleiða fjölbreytt og stöðugt samfélag jafnari tækifæra, þar sem fagmennska borgar sig, þar sem rök halda, upplýsingar og menntun skiptir máli og þar sem erfiði einstaklinga endar í góðri uppskeru. Það er marghliða verkefni og metnaðarfullt. Við viljum að Íslendingar allir njóti góðs af auðlindunum ásamt þeim sem nýta þær. Í arðinum af auðlindunum liggur besta og áþreifanlegasta tækifærið til þess að skapa hinn breiða grunn fyrir fjölbreytni sem okkur er tíðrætt um. Milljarðar geta nýst til þess að treysta velferðarkerfið, efla stuðning við nýsköpun og lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Þannig vöxum við og döfnum. Tvennt verður þó alltaf að liggja til grundvallar: Virðing fyrir umhverfinu og virðing fyrir mannréttindum. Björt framtíð er grænn flokkur. Allur vöxtur og öll velferð verður að byggja á jafnvægi. Við verðum að umgangast umhverfi okkar og náttúru þannig að komandi kynslóðir njóti góðs til jafns við okkur. Þannig tengjast í raun umhverfismál mannréttindum, eins og orðað er ágætlega í drögum að nýrri stjórnarskrá. Hér hefur verið tæpt á grundvallaratriðum. Ályktun um þjóðfélagsmál, í stóru sem smáu, bíður umfjöllunar á væntanlegum stjórnarfundi. Við köllum hana Ályktun nr. 1. Svo opnum við einnig heimasíðu bráðum sem heitir Heimasidan.is. Þar ætlum við að hafa málefnastarfið. Við hvetjum fólk til þess að taka þátt. Fátt er mikilvægara í lýðræðisríki en að fólk taki þátt. Ef stjórnmál eru leiðinleg, öfgar ráða ríkjum og niðurrif, er hætt við að fáir vilji taka þátt. Stjórnmál verða geislavirk. Svið fyrir fáa. Þetta hefur gerst á Íslandi. Því skyldi enginn gera lítið úr enn einu markmiði sem Björt framtíð hefur sett sér: Að gera stjórnmál skemmtileg, innihaldsrík og uppbyggileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Björt framtíð mun ekki lofa gulli og grænum skógum né draga kanínur úr hatti. Við viljum stunda stjórnmál af ábyrgð. Mörg stærstu og mikilvægustu viðfangsefni þjóðarinnar eru vandmeðfarin og yfirgripsmikil. Úrlausn þeirra krefst samræðu margra einstaklinga. Þess vegna er það eitt af markmiðum Bjartrar framtíðar að innleiða traust í samfélaginu, hvers á öðru og á upplýstri samræðu okkar á milli. Þetta viljum við gera með því að byrja sjálf að treysta og vera sjálf traustsins verð. Viðfangsefnin blasa við. Á Íslandi þarf meiri fjölbreytni. Samfélag er betra eftir því sem möguleikar fólks til þess að nýta hæfileika sína eru fleiri. Þess vegna höfðum við frumkvæði að gerð fjárfestingaáætlunar, sem ýtt hefur verið úr vör, þar sem áhersla er lögð á að efla vaxandi atvinnugreinar, aðrar en hinar hefðbundnu. Ísland þarfnast líka stöðugleika. Sumir fagna sveiflunum. Við gerum það ekki. Við viljum skapa á Íslandi samfélag þar sem fólk getur keypt bíl og íbúð án þess að gerast spákaupmenn. Þar sem fólk borgar skaplega vexti í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við viljum að fólk geti gert plön fyrir sjálft sig og fyrirtæki sín. Sveiflurnar eru afleitar fyrir smátt samfélag. Maður þekkir mann. Þeir sem eru inn undir afla, aðrir tapa. Tækifærin eru ekki jöfn. Björt framtíð vill skora klíkusamfélagið og sérhagsmunasamfélagið á hólm og innleiða fjölbreytt og stöðugt samfélag jafnari tækifæra, þar sem fagmennska borgar sig, þar sem rök halda, upplýsingar og menntun skiptir máli og þar sem erfiði einstaklinga endar í góðri uppskeru. Það er marghliða verkefni og metnaðarfullt. Við viljum að Íslendingar allir njóti góðs af auðlindunum ásamt þeim sem nýta þær. Í arðinum af auðlindunum liggur besta og áþreifanlegasta tækifærið til þess að skapa hinn breiða grunn fyrir fjölbreytni sem okkur er tíðrætt um. Milljarðar geta nýst til þess að treysta velferðarkerfið, efla stuðning við nýsköpun og lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Þannig vöxum við og döfnum. Tvennt verður þó alltaf að liggja til grundvallar: Virðing fyrir umhverfinu og virðing fyrir mannréttindum. Björt framtíð er grænn flokkur. Allur vöxtur og öll velferð verður að byggja á jafnvægi. Við verðum að umgangast umhverfi okkar og náttúru þannig að komandi kynslóðir njóti góðs til jafns við okkur. Þannig tengjast í raun umhverfismál mannréttindum, eins og orðað er ágætlega í drögum að nýrri stjórnarskrá. Hér hefur verið tæpt á grundvallaratriðum. Ályktun um þjóðfélagsmál, í stóru sem smáu, bíður umfjöllunar á væntanlegum stjórnarfundi. Við köllum hana Ályktun nr. 1. Svo opnum við einnig heimasíðu bráðum sem heitir Heimasidan.is. Þar ætlum við að hafa málefnastarfið. Við hvetjum fólk til þess að taka þátt. Fátt er mikilvægara í lýðræðisríki en að fólk taki þátt. Ef stjórnmál eru leiðinleg, öfgar ráða ríkjum og niðurrif, er hætt við að fáir vilji taka þátt. Stjórnmál verða geislavirk. Svið fyrir fáa. Þetta hefur gerst á Íslandi. Því skyldi enginn gera lítið úr enn einu markmiði sem Björt framtíð hefur sett sér: Að gera stjórnmál skemmtileg, innihaldsrík og uppbyggileg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar