Já en – við þjóðkirkjuákvæði Hjalti Hugason skrifar 27. september 2012 06:00 Með grein hér í Fréttablaðinu fyrir nokkru (18. sept.) mælti ég með að kjósendur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu svöruðu spurningunni „vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?" með já-i. Væri þess kostur mundi ég samt hvetja til að greitt yrði atkvæði með „Já en…!" Með já-yrðinu meina ég því ekki að 62. gr. stjskr. skuli standa óbreytt. Þvert á móti tel ég að þróa beri þann arf sem við búum að frá þeirri frjálslyndis- og frjálsræðisþróun sem hófst um miðja 19. öld inn í þá fjölhyggju sem nú hefur rutt sér til rúms. Á grundvelli þjóðkirkjuákvæðis í breyttri mynd má vel þróa trúmálarétt sem hæfir 21. öldinni. Viðmið við breytingarVið breytingar á núgildandi trúmálakafla stjskr. (VI. kafla) verður að 1) tryggja jafnræði fólks óháð trúar- og lífsskoðunum, 2) tryggja rétt fólks til að tjá trúar- og lífsskoðanir sínar og iðka þær í einrúmi eða með öðrum, 3) tryggja rétt fólks til að hafna slíkum skoðunum, 4) jafna stöðu trúfélaga eftir því sem eðlilegt má telja með tilliti til stöðu þeirra í samfélaginu 5) og loks jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er fagnaðarefni að þegar er í gangi vinna að frumvæði innanríkisráðherra sem miðar að því að jafna stöðu skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í landinu. Markmiðunum öllum verður þó best náð með endurskoðaðri trúmálagrein í stjskr. Trúfrelsi- og þjóðkirkjuákvæðiSé vilji til að byggja ekki aðeins þjóðkirkjuákvæði heldur einnig trúfrelsisgrein stjskr. á innlendum rétti í stað alþjóðasáttmála eins og stjórnlagaráð kýs að gera í frumvarpi sínu (18. gr.) gæti nýtt trúfrelsis- og þjóðkirkjuákvæði hljómað í líkingu við þetta: Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að. Ríkisvaldið verndar öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi endurskoðaða trúfrelsisgrein ætti heima næst á eftir greinum sem fjalla um almennt skoðunar-, tjáningar-, og félagafrelsi, (þ.e. eftir núv. 74. gr.) svipað og gert er í frumvarpi stjórnlagaráðs. Hinu breytta trúfrelsisákvæði er ætlað að taka af tvímæli um skoðana-, tjáningar- og félagafrelsi á sviði trúmála. Þá er því ætlað að standa vörð um rétt þeirra sem vilja standa utan allra trúfélaga og trúariðkunar. Takmörk trúfrelsisAlmenn jafnræðisregla (sbr. 65. gr. stjskr.) kveður á fullnægjandi hátt á um að ekki megi mismuna fólki eða skerða rétt þess vegna trúar eða lífsskoðana. Af þeim sökum er óhætt að fella brott sérstakt ákvæði um að enginn megi „neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna" eins og nú segir í 64. gr. stjskr. Aftur á móti er mikilvægt að setja trúfrelsinu mörk og undirstrika að fólk geti ekki skorast undan „almennri þegnskyldu" eða almennum félagslegum skyldum sínum með skírskotun til trúar sinnar eins og einnig segir í 64. gr. núgildandi stjskr. Slík takmörkun trúfrelsis virðist nægja en í henni felst meðal annars að óheimilt sé að brjóta gegn lögum landsins með tilvísun til trúar. En það er einmitt merking síðari liðar núgildandi 63. gr. stjskr. Þar segir að ekki megi í nafni trúar brjóta gegn „góðu siðferði" og „allsherjarreglu" sem óneitanlega hljómar æði 19. aldarlega. Með trúmálaákvæði í þessa veru yrði staða trú- og lífsskoðana í landinu og félaga sem um þær eru stofnuð jöfnuð frá því sem nú er og trúfrelsið því enn fest í sessi. Um leið yrði viðurkennd a.m.k. táknræn sérstaða stærsta trúfélags landsins, þjóðkirkjunnar, meðan meirihluti þjóðarinnar sjálfrar kýs að viðhalda slíkri sérstöðu. — Að gildi þess verður vikið í sérstakri grein á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Með grein hér í Fréttablaðinu fyrir nokkru (18. sept.) mælti ég með að kjósendur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu svöruðu spurningunni „vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?" með já-i. Væri þess kostur mundi ég samt hvetja til að greitt yrði atkvæði með „Já en…!" Með já-yrðinu meina ég því ekki að 62. gr. stjskr. skuli standa óbreytt. Þvert á móti tel ég að þróa beri þann arf sem við búum að frá þeirri frjálslyndis- og frjálsræðisþróun sem hófst um miðja 19. öld inn í þá fjölhyggju sem nú hefur rutt sér til rúms. Á grundvelli þjóðkirkjuákvæðis í breyttri mynd má vel þróa trúmálarétt sem hæfir 21. öldinni. Viðmið við breytingarVið breytingar á núgildandi trúmálakafla stjskr. (VI. kafla) verður að 1) tryggja jafnræði fólks óháð trúar- og lífsskoðunum, 2) tryggja rétt fólks til að tjá trúar- og lífsskoðanir sínar og iðka þær í einrúmi eða með öðrum, 3) tryggja rétt fólks til að hafna slíkum skoðunum, 4) jafna stöðu trúfélaga eftir því sem eðlilegt má telja með tilliti til stöðu þeirra í samfélaginu 5) og loks jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er fagnaðarefni að þegar er í gangi vinna að frumvæði innanríkisráðherra sem miðar að því að jafna stöðu skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í landinu. Markmiðunum öllum verður þó best náð með endurskoðaðri trúmálagrein í stjskr. Trúfrelsi- og þjóðkirkjuákvæðiSé vilji til að byggja ekki aðeins þjóðkirkjuákvæði heldur einnig trúfrelsisgrein stjskr. á innlendum rétti í stað alþjóðasáttmála eins og stjórnlagaráð kýs að gera í frumvarpi sínu (18. gr.) gæti nýtt trúfrelsis- og þjóðkirkjuákvæði hljómað í líkingu við þetta: Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að. Ríkisvaldið verndar öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi endurskoðaða trúfrelsisgrein ætti heima næst á eftir greinum sem fjalla um almennt skoðunar-, tjáningar-, og félagafrelsi, (þ.e. eftir núv. 74. gr.) svipað og gert er í frumvarpi stjórnlagaráðs. Hinu breytta trúfrelsisákvæði er ætlað að taka af tvímæli um skoðana-, tjáningar- og félagafrelsi á sviði trúmála. Þá er því ætlað að standa vörð um rétt þeirra sem vilja standa utan allra trúfélaga og trúariðkunar. Takmörk trúfrelsisAlmenn jafnræðisregla (sbr. 65. gr. stjskr.) kveður á fullnægjandi hátt á um að ekki megi mismuna fólki eða skerða rétt þess vegna trúar eða lífsskoðana. Af þeim sökum er óhætt að fella brott sérstakt ákvæði um að enginn megi „neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna" eins og nú segir í 64. gr. stjskr. Aftur á móti er mikilvægt að setja trúfrelsinu mörk og undirstrika að fólk geti ekki skorast undan „almennri þegnskyldu" eða almennum félagslegum skyldum sínum með skírskotun til trúar sinnar eins og einnig segir í 64. gr. núgildandi stjskr. Slík takmörkun trúfrelsis virðist nægja en í henni felst meðal annars að óheimilt sé að brjóta gegn lögum landsins með tilvísun til trúar. En það er einmitt merking síðari liðar núgildandi 63. gr. stjskr. Þar segir að ekki megi í nafni trúar brjóta gegn „góðu siðferði" og „allsherjarreglu" sem óneitanlega hljómar æði 19. aldarlega. Með trúmálaákvæði í þessa veru yrði staða trú- og lífsskoðana í landinu og félaga sem um þær eru stofnuð jöfnuð frá því sem nú er og trúfrelsið því enn fest í sessi. Um leið yrði viðurkennd a.m.k. táknræn sérstaða stærsta trúfélags landsins, þjóðkirkjunnar, meðan meirihluti þjóðarinnar sjálfrar kýs að viðhalda slíkri sérstöðu. — Að gildi þess verður vikið í sérstakri grein á næstunni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun