Í þágu nýtingar og þröngra ráðagerða Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. október 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í „veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn samþykktu verklag rammaáætlunar án andstöðu á síðasta ári. Undanfarið hefur flokkurinn hins vegar leitast við að þyrla upp moldviðri, kynda undir tortryggni og haft uppi hótanir um að öllu ferlinu verði varpað fyrir róða komist flokkurinn til valda. Breytingarnar sem við ráðherrarnir gerðum voru faglegar, byggðar á lögformlegu umsagnarferli og eru kirfilega rökstuddar í þingsályktunartillögunni. Þær snúast um upplýsingaöflun og nánari skoðun í ljósi gagna og alvarlegra athugasemda. Hinn svokallaði „sáttafarvegur“ Sjálfstæðisflokksins snýst um að hverfa frá þessu verklagi. Í fyrsta lagi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fellt sé brott ákvæði um að þau svæði sem njóti verndar falli utan rammaáætlunarinnar. Það þýðir að sjálfstæðismenn vilja að landsvæði sem núna njóta friðlýsingar, friðlýst svæði og svæði innan þjóðgarða, komi öll til álita sem virkjunarsvæði! Í öðru lagi er gert ráð fyrir að ákafar megi ganga á svæði í biðflokki í rannsóknarskyni og enn fremur að víðtækar rannsóknir megi stunda á svæðum sem ekki hafa verið tekin til faglegrar umfjöllunar innan rammaáætlunar – en slík svæði falla samkvæmt gildandi lögum undir sömu reglur og biðflokkur. Loks gerir flokkurinn tillögu um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skili endanlegri flokkun virkjanakostanna, bæði án mikilvægrar aðkomu almennings í opnu umsagnarferli og án þess að ráðherra taki ábyrgð á jafn afdrifaríku máli og rammaáætlun er í reynd. Sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu á lýðræðislegu umboði og faglegum grunni. Allar breytingarnar í frumvarpi sjálfstæðismanna eru lagðar á vogarskálar nýtingar á kostnað náttúruverndar og á vogarskálar þröngra ráðagerða á kostnað gagnsæis og samráðs við almenning. Það veldur vonbrigðum að ritstjóri Fréttablaðsins, sem oft hefur sýnt á sér betri hliðar, leggist á þá sveif. Náttúruverndarsjónarmið virðast ekki eiga sér málsvara meðal kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn er herskár og afturhaldssinnaður í málaflokknum. Samkvæmt minni reynslu endurspeglar þetta alls ekki kjósendur flokksins. Leiðarahöfundur skipar sér í þrönga sveit með félögum sínum á þingi þegar nær væri að kynna fyrir lesendum vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð um rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í „veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn samþykktu verklag rammaáætlunar án andstöðu á síðasta ári. Undanfarið hefur flokkurinn hins vegar leitast við að þyrla upp moldviðri, kynda undir tortryggni og haft uppi hótanir um að öllu ferlinu verði varpað fyrir róða komist flokkurinn til valda. Breytingarnar sem við ráðherrarnir gerðum voru faglegar, byggðar á lögformlegu umsagnarferli og eru kirfilega rökstuddar í þingsályktunartillögunni. Þær snúast um upplýsingaöflun og nánari skoðun í ljósi gagna og alvarlegra athugasemda. Hinn svokallaði „sáttafarvegur“ Sjálfstæðisflokksins snýst um að hverfa frá þessu verklagi. Í fyrsta lagi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fellt sé brott ákvæði um að þau svæði sem njóti verndar falli utan rammaáætlunarinnar. Það þýðir að sjálfstæðismenn vilja að landsvæði sem núna njóta friðlýsingar, friðlýst svæði og svæði innan þjóðgarða, komi öll til álita sem virkjunarsvæði! Í öðru lagi er gert ráð fyrir að ákafar megi ganga á svæði í biðflokki í rannsóknarskyni og enn fremur að víðtækar rannsóknir megi stunda á svæðum sem ekki hafa verið tekin til faglegrar umfjöllunar innan rammaáætlunar – en slík svæði falla samkvæmt gildandi lögum undir sömu reglur og biðflokkur. Loks gerir flokkurinn tillögu um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skili endanlegri flokkun virkjanakostanna, bæði án mikilvægrar aðkomu almennings í opnu umsagnarferli og án þess að ráðherra taki ábyrgð á jafn afdrifaríku máli og rammaáætlun er í reynd. Sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu á lýðræðislegu umboði og faglegum grunni. Allar breytingarnar í frumvarpi sjálfstæðismanna eru lagðar á vogarskálar nýtingar á kostnað náttúruverndar og á vogarskálar þröngra ráðagerða á kostnað gagnsæis og samráðs við almenning. Það veldur vonbrigðum að ritstjóri Fréttablaðsins, sem oft hefur sýnt á sér betri hliðar, leggist á þá sveif. Náttúruverndarsjónarmið virðast ekki eiga sér málsvara meðal kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn er herskár og afturhaldssinnaður í málaflokknum. Samkvæmt minni reynslu endurspeglar þetta alls ekki kjósendur flokksins. Leiðarahöfundur skipar sér í þrönga sveit með félögum sínum á þingi þegar nær væri að kynna fyrir lesendum vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð um rammaáætlun.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar