Vegna umræðu um meint ólögmæti verðtryggðra lána Gísli Örn Kjartansson og Páll Friðriksson skrifar 10. október 2012 00:00 Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun