Hagsmunir Orkuveitunnar og almennings Sóley Tómasdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Skoðun Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar