Að verða foreldri dr. Sigrún Júlíudóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Áhersla á eflingu foreldrahæfni með fjölbreyttri uppeldisfræðslu og þjálfun foreldra hefur aukist í vestrænum samfélögum undanfarin ár. Þá hefur þekkingu á áhrifum uppeldisaðferða á geðheilsu og þroska barna með mismunandi þarfir og á ólíkum aldri fleygt fram. Með rannsóknum hefur verið lagður grunnur að þróun markvissra aðferða til að styrkja hæfni foreldra og búa þá undir foreldrahlutverk. Ein af þeim er verkefnið Að verða foreldri. Að eignast barn framkallar gleði og ábyrgðarkennd hjá öllum heilbrigðum manneskjum. Hins vegar er ekki alltaf viðurkennt að því fylgi nýjar skuldbindingar og oftast talsverð röskun á lífsháttum. Nokkrar vísbendingar eru um að fólk sem frestar fjölskyldumyndun og barneignum geti stundum verið verr í stakk búið til að eignast barn eftir að hafa lifað „frjálsu" lífi fram undir þrítugt eða lengur. Á okkar tímum verður líka algengara að ung pör skipuleggja fjölskyldumyndun og velja að eignast barn á „réttum tíma". Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem báðir aðilar vilja njóta og bera ábyrgð á í félagi. Þrátt fyrir góða skipulagningu og að allt takist vel til, hefur tilkoma barns – þegar tveir verða þrír – samt oftast í för með sér þörf á einhverri endurskoðun og nýrri aðlögun í parsambandinu. Í okkar íslenska samfélagi fer fæðingartíðni ekki minnkandi eins og í flestum nágrannalöndum, vinnuþátttaka feðra og mæðra er meiri en víðast og hefðbundinn fjölskyldustuðningur er ekki eins áreiðanlegt bjargráð og áður. Ytri aðstæður eru því ekki alltaf hagstæðar ungum foreldrum. Íslenskar skilnaðarrannsóknir hafa sýnt að skilnaðartíðni er hlutfallslega há meðal ungbarnaforeldra.Erfiðleikar í parsambandi Vitað er úr tölfræði og fjölskyldurannsóknum að fæðing fyrsta barns í parsambandi getur verið ávísun á skilnað, ef ekki er staðið nógu vel að undirbúningnum. Þegar í kringum 1960 sýndu rannsóknir aftur í tímann að meirihluti foreldra reyndist takast á við kreppueinkenni í sambandi sínu í kjölfar fæðingar fyrsta barns. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur fjöldi langtíma samanburðarannsókna staðfest þetta og sýnt að umbreytingin í parsambandinu við tilkomu barns er alltaf mikil og áhrifin oft óvænt. Fjöldi rannsókna, allt frá árinu 1957, sýnir að foreldrar upplifa minni ánægju í parsambandinu fyrstu árin eftir fæðingu barns. Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til að nú upplifi 60-90% foreldra minni ánægju í parsambandinu fyrstu þrjú árin eftir fæðingu fyrsta barns (Media, 2010). Mat á gagnsemi námskeiðsins Að verða foreldri sýnir að mun færri foreldrar sem sóttu námskeiðið en samanburðarhópurinn segja að gæði parsambandsins hafi minnkað eftir fæðingu barnsins. Þessir feður og mæður reyndust einnig vera næmari fyrir þörfum barnanna og brugðust betur við þeim. Þá kom einnig fram að börn þeirra gráta minna og brosa meira við þriggja mánaða aldur og upplifa minni streitu við 12 mánaða aldur í samanburði við börn foreldra sem ekki sóttu námskeið (Gottman og Sapirio, 2007). Þannig stuðlar námskeiðið bæði að hamingju foreldra og vellíðan barns.Forvarnargildi Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) lætur sig málefni foreldra og barna varða. Námskeiðið Að verða foreldri undirbýr verðandi foreldra fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins – að eignast og ala upp barn. Því er ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum að viðhalda og efla parsambandið samhliða foreldrahlutverkinu. Verkefnið Að verða foreldri er ekki aðeins fræðsla fyrir verðandi og nýbakaða foreldra um undirbúning fæðingu fyrsta barns. Það felur líka í sér námskeið fyrir fagfólk og þjálfun leiðbeinenda fyrir foreldranámskeið hér á landi. Fyrir dyrum stendur að halda foreldranámskeið fyrir stúdentapör við Háskóla Íslands sem eiga von á barni og vilja búa sig undir foreldrahlutverkið. Að verða foreldri er samfélagslegt verkefni með forvarnargildi fyrir heilbrigði í fjölskyldum. Námskeiðinu er ætlað að efla foreldrahæfni, bæta samband parsins og búa þau betur undir foreldrahlutverkið. Miklir hagsmunir eru í húfi að hlúa að fjölskyldunni á þeim umbreytingartíma sem fæðing fyrsta barns er í lífi þeirra. Það getur stuðlað bæði að hamingju foreldra og barns. Með sameiginlegum undirbúningi og með samstöðu parsins má draga úr áhættunni á skilnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Áhersla á eflingu foreldrahæfni með fjölbreyttri uppeldisfræðslu og þjálfun foreldra hefur aukist í vestrænum samfélögum undanfarin ár. Þá hefur þekkingu á áhrifum uppeldisaðferða á geðheilsu og þroska barna með mismunandi þarfir og á ólíkum aldri fleygt fram. Með rannsóknum hefur verið lagður grunnur að þróun markvissra aðferða til að styrkja hæfni foreldra og búa þá undir foreldrahlutverk. Ein af þeim er verkefnið Að verða foreldri. Að eignast barn framkallar gleði og ábyrgðarkennd hjá öllum heilbrigðum manneskjum. Hins vegar er ekki alltaf viðurkennt að því fylgi nýjar skuldbindingar og oftast talsverð röskun á lífsháttum. Nokkrar vísbendingar eru um að fólk sem frestar fjölskyldumyndun og barneignum geti stundum verið verr í stakk búið til að eignast barn eftir að hafa lifað „frjálsu" lífi fram undir þrítugt eða lengur. Á okkar tímum verður líka algengara að ung pör skipuleggja fjölskyldumyndun og velja að eignast barn á „réttum tíma". Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem báðir aðilar vilja njóta og bera ábyrgð á í félagi. Þrátt fyrir góða skipulagningu og að allt takist vel til, hefur tilkoma barns – þegar tveir verða þrír – samt oftast í för með sér þörf á einhverri endurskoðun og nýrri aðlögun í parsambandinu. Í okkar íslenska samfélagi fer fæðingartíðni ekki minnkandi eins og í flestum nágrannalöndum, vinnuþátttaka feðra og mæðra er meiri en víðast og hefðbundinn fjölskyldustuðningur er ekki eins áreiðanlegt bjargráð og áður. Ytri aðstæður eru því ekki alltaf hagstæðar ungum foreldrum. Íslenskar skilnaðarrannsóknir hafa sýnt að skilnaðartíðni er hlutfallslega há meðal ungbarnaforeldra.Erfiðleikar í parsambandi Vitað er úr tölfræði og fjölskyldurannsóknum að fæðing fyrsta barns í parsambandi getur verið ávísun á skilnað, ef ekki er staðið nógu vel að undirbúningnum. Þegar í kringum 1960 sýndu rannsóknir aftur í tímann að meirihluti foreldra reyndist takast á við kreppueinkenni í sambandi sínu í kjölfar fæðingar fyrsta barns. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur fjöldi langtíma samanburðarannsókna staðfest þetta og sýnt að umbreytingin í parsambandinu við tilkomu barns er alltaf mikil og áhrifin oft óvænt. Fjöldi rannsókna, allt frá árinu 1957, sýnir að foreldrar upplifa minni ánægju í parsambandinu fyrstu árin eftir fæðingu barns. Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til að nú upplifi 60-90% foreldra minni ánægju í parsambandinu fyrstu þrjú árin eftir fæðingu fyrsta barns (Media, 2010). Mat á gagnsemi námskeiðsins Að verða foreldri sýnir að mun færri foreldrar sem sóttu námskeiðið en samanburðarhópurinn segja að gæði parsambandsins hafi minnkað eftir fæðingu barnsins. Þessir feður og mæður reyndust einnig vera næmari fyrir þörfum barnanna og brugðust betur við þeim. Þá kom einnig fram að börn þeirra gráta minna og brosa meira við þriggja mánaða aldur og upplifa minni streitu við 12 mánaða aldur í samanburði við börn foreldra sem ekki sóttu námskeið (Gottman og Sapirio, 2007). Þannig stuðlar námskeiðið bæði að hamingju foreldra og vellíðan barns.Forvarnargildi Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) lætur sig málefni foreldra og barna varða. Námskeiðið Að verða foreldri undirbýr verðandi foreldra fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins – að eignast og ala upp barn. Því er ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum að viðhalda og efla parsambandið samhliða foreldrahlutverkinu. Verkefnið Að verða foreldri er ekki aðeins fræðsla fyrir verðandi og nýbakaða foreldra um undirbúning fæðingu fyrsta barns. Það felur líka í sér námskeið fyrir fagfólk og þjálfun leiðbeinenda fyrir foreldranámskeið hér á landi. Fyrir dyrum stendur að halda foreldranámskeið fyrir stúdentapör við Háskóla Íslands sem eiga von á barni og vilja búa sig undir foreldrahlutverkið. Að verða foreldri er samfélagslegt verkefni með forvarnargildi fyrir heilbrigði í fjölskyldum. Námskeiðinu er ætlað að efla foreldrahæfni, bæta samband parsins og búa þau betur undir foreldrahlutverkið. Miklir hagsmunir eru í húfi að hlúa að fjölskyldunni á þeim umbreytingartíma sem fæðing fyrsta barns er í lífi þeirra. Það getur stuðlað bæði að hamingju foreldra og barns. Með sameiginlegum undirbúningi og með samstöðu parsins má draga úr áhættunni á skilnaði.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun